30.1.2009 | 18:10
Utanþingsstjórn strax!!!
Það verður að skipa utanþingsstjórn! Eina skynsamlega leiðin er að gefa öllum þessum stjórnmálaflokkum frí svo að þeir geti endurnýjað stefnu sína, frambjóðendur og forystu áður en hægt er að kjósa á ný.
Vandamálið er að það hefur myndast hyldýpisgjá á milli kjósenda og stjórnmálamanna. Núna er skynsamlegast að forsetinn manni ríkisstjórn utan þings með nokkrum virtum sérfræðingum. Þegar hafa Gylfi Magnússon og Björg Thorarensen gefið grænt ljós svo að það þarf ekki nema hugsanlega 3-4 í viðbót.
Ég kem með eftirfarandi tillögu fyrir forsetann, svipaða og ég hef áður sagt:
Páll Skúlason eða Vigdís Finnbogadóttir - forsæti
Þorvaldur Gylfason - Lilja Mósesdóttir - Björg Thorarensen - Gylfi Magnússon - Ómar Ragnarsson.
Svo við ég ráða Robert Wade í stöðu seðlabankastjóra eða ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og annað hvort Vilhjálm Bjarnason eða Indriða H. Þorláksson til að passa upp á Fjármálaeftirlitið.
Bara drífa í þessu!!!
![]() |
Ný ríkisstjórn eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2009 | 14:06
Gamli sáttmáli?
Steingrímur segir m.a. að Vinstrihreyfingin - grænt framboð sé hörð á því að innganga í Evrópusambandið sé ekki lausnin við vanda Íslendinga.
Ég velti því fyrir mér hvort að hinn orðhvati formaður VG sé farinn að dusta rykið af Gamla sáttmála. Mér er vissulega mjög hlýtt til frænda okkar í Noregi en man ekki betur en að þeir hafi tekið dræmlega í hugmyndir Steingríms fyrir 2 mánuðum síðan.
Við búum hér í helsjúku þjóðfélagi þar sem forréttindaklíkur sitja við völd og maka krókinn. Þessir sömu aðilar vilja síst af öllu missa tökin sem innganga í ESB hefði í för með sér og gera því allt sem þeir geta til að halda þjóðinni áfram í heljargreipum. Við fáum heilu lagabálkana senda á faxi og verðum að innleiða þá án þess að hafa nokkuð um það að segja. Svo erum við með ónýtan gjaldmiðil sem í augnablikinu er bæði með kút og kork.
Margir hafa verið óþreytandi að benda á að sambandið vilji ásælast auðlindir okkar. Ég óska eftir umræðu um það sem ESB gæti gert fyrir okkur. Af hverju er svo lítið talað um stoðkerfi ESB við hinar og þessar framkvæmdir og fyrirætlanir? Á Kanaríeyjum þar sem ég var nýlega (einnig jaðarsvæði) á margþætt uppbygging sér stað með fjármagni frá ESB. Það eru lagðir vegir og flugvellir, útbúnir þjóðgarðar, lagður grundvöllur að atvinnuuppbyggingu (sérstaklega á sviði nýsköpunar og í anda sjálfbærni) auk ýmissa sérverkefna. Ferðir til og frá landinu yrðu væntanlega niðurgreiddar fyrir þá sem búa hér og svo mætti lengi telja.
Þjóðin á sjálf að ákveða það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort að gengið verði til aðildarviðræðna og það sem fyrst. Það eru misvitrir stjórnmálamenn og sjálfskipaðir besserwisserar sem hafa staðið í vegi fyrir því í 15 ár og að mínu mati óbeint valdið hryggilegu tjóni sem erfitt verður að bæta okkur upp.
Því miður virðast þingmenn VG og Sjálfstæðisflokksins hafa fundið samhljóm - í forræðishyggjunni!
![]() |
Hugnast norska krónan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2009 | 08:38
Stoltir þurfalingar
Fyrrverandi forsætisráðherra kenndi ESB um að hafa níðst á okkur Íslendinum og þvingað til samninga. "Það voru 27 á móti 1" sagði hann í uppgjafartón og sendi enn eina ferðina út þau skilaboð að Ísland ætti ekkert erindi inn svona bandalag Evrópuþjóða sem stæðu svo þétt saman. Sami maðurinn og The Guardian sagði vera á topp 25 lista yfir þá einstaklinga sem bera mesta ábyrgð á efnahagshruni heimsins, sjá hér.
Við höfum hvað eftir annað eftir hrunið fengið þau skilaboð frá fulltrúum ESB að við séum velkomin þar inn og fengjum hraða afgreiðslu. Þannig hefur verið rétt fram sáttarhönd til þjóðar í neyð. Sumir hafa túlkað það þannig að ESB vilji bara nota tækifærið til að gleypa okkur og komast yfir auðlindirnar okkar.
Ég sé ESB sem leið okkar út úr áratugalangri áþján flokkakerfis og klíkuveldis. Kerfis sem þeir hafa hannað sjálfir til að misskipta auði og völdum. Kerfi sem á endanum kom okkur í þá stöðu að vera skuldugasta þjóð í Evrópu. Skuldug þjóð er ekki frjáls og þeir sem bulla um að fullveldi okkar verði fórnað við inngöngu í ESB ættu að hugsa meira um það. Halda menn virkilega að 27 Evrópulönd hafi með bros á vör afsalað sér hluta fullveldis án þess að fá nokkuð í staðinn?
![]() |
Fengjum forgang inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.1.2009 | 22:19
Af hverju ekki utanþingsstjórn?
Ég hef verið að reyna að segja við mig sjálfan: "Haltu kjafti og vertu glaður með að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur við völd". Að vísu eru einhverjir dauðakippir í einum ráðherra sem sér ekki sóma sinn í að skilja við án þess að sýna sitt rétta innræti eina ferðina enn. En nóg um það.
Hér þykist minnihlutastjórn vera að taka við völdum í boði "Nýja Framsóknarflokksins". VG og Samfylkingin sem var púuð niður ásamt samstarfsflokknum fyrir nokkrum dögum af fjölmennustu mótmælum Íslandssögunnar. Ekki virðast þau hafa tekið það neitt til sín!Samkvæmt fréttum dagsins á EKKI að kjósa um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við ESB samhliða þingkosningum þrátt fyrir þetta plagg. Bíðið nú við, voru VG ekki búin að fallast á þjóðaratkvæðagreiðslu um það fyrir nokkrum vikum síðan? Allavega fróðlegt að sjá ummæli Ögmundar frá því í desember, t.d. hér og hér? Og hin "Nýja Framsókn", hvað ályktaði hún um ESB? Samfylkingin sem þykist vera ESB flokkur-inn, ætla þau enn eina ferðina að setja sitt helsta stenumál á ís? Eins og flest önnur stefnumál myndu umhverfissinnar líklega segja.
Og hvað með gjaldmiðilinn, á EKKI að taka neitt á því? Mér heyrðist á Ólafi Ísleifssyni hagfræðilektor við HR í Speglinum í dag að hann væri orðinn vonlítill á að stjórnmálamenn myndu nokkurn tíma þora að taka slaginn um ESB. Hugsanlega 2016 sagði hann svartsýnn.
Þessi ríkisstjórn hefur greinilega litla tiltrú á lýðræði fyrst hún vill ekki láta kjósa um aðildarviðræður. Einnig virðist hún vinna með eitt markmið öðrum fremur: Að flýta kosningum svo að óvinsældir hennar beri hana sjálfa ekki ofurliði. Af hverju viðurkennir þetta fólk ekki vanmátt sinn og lætur forsetann mynda utanþingsstjórn? Það er vísir að því ef Gylfi Magnússon verður viðskiptaráðherra, en af hverju ekki hinir líka? Stjórnmálaflokkarnir þurfa nauðsynlega að taka til heima hjá sér áður en hægt er að kjósa aftur. Tiltrú almennings á þá er lítil sem engin. Að öðrum kosti óttast ég að allt muni fara í sama farið, mótmæli, óöryggi og vesæld þjóðar.
![]() |
Nær Evrópu með Vinstri grænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 12:22
Lýðræðishugsjónir VG
Á visir.is má lesa eftirfarandi:
"Samkvæmt heimildum fréttstofu vilja Vinstri grænir að kosningum verði flýtt eins og hægt er og stinga upp á því að efnt verði til þeirra 4. eða 18. apríl, enda eru liðsmenn flokksins á því að engin ástæða sé til að gefa Sjáflstæðisflokknum of langan tíma til að endurnýja forystu sína."
Nú hefur það komið skýrt fram í fjölmiðlum að amk. 2 nýjar stjórnmálahreyfingar hyggjast bjóða fram í næstu kosningum. Önnur þeirra inniheldur framvarðarsveit femínista sem starfað hafa með VG. Getur virkilega verið að VG liggi svo mikið á að fá kosningar til þess að ekki verði meiri samkeppni um atkvæðin? Sjálfir höfðu þeir 3-4 mánuði til að koma sínu framboði á koppinn þegar VG varð til og voru þó nokkrir reynsluboltar þar á meðal með tengslanet út um allt land.
Ekki er ég viss um að lýðræðishugsjónir VG séu eins sannar og þeir vilja láta.
![]() |
Falið að mynda stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.1.2009 | 13:43
Hér er tillaga að neyðarstjórn.
Þá er þessi óláns ríkisstjórn loksins farin frá. Það er sorglegt að það skyldi ekki hafa gerst strax í október eða nóvember þegar fyrstu bráðaaðgerðir voru í höfn. Líklega mun þetta fyrir vikið kosta þjóðina miklu meir en það annars hefði.
Geir sagði í viðtalinu áðan að sér hugnaðist best þjóðstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Kanntu annan Geir? Láta ykkur áfram styðja Davíð í seðlabankanum? Leyfa ykkur áfram að stjórna hvað kemur fyrir augu almennings? Treysta ykkur áfram til að fást við atvinnuleysi og alvarlega stöðu heimilana?
NEI TAKK!!!
Miðað við allt það vantraust sem nú ríkir í þjóðfélaginu væri utanþingsstjórn / neyðarstjórn / sérfræðingastjórn væntanlegast farsælasta lausnin. Þannig myndu stjórnmálaflokkarnir líka fá að undirbúa endurnýjun, prófkjör, málefnaskrár og kosningar án þess að það þurfi að koma niður á þjóðinni sjálfri.
Hér er tillaga að 6 manna utanþingsstjórn:
Páll Skúlason eða Vigdís Finnbogadóttir - forsæti
Þorvaldur Gylfason - Lilja Mósesdóttir - Herdís Þorgeirsdóttir - Gylfi Magnússon - Ómar Ragnarsson.
Svo við ég ráða Robert Wade í stöðu seðlabankastjóra eða ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og annað hvort Vilhjálm Bjarnason eða Indriða H. Þorláksson til að passa upp á Fjármálaeftirlitið.
![]() |
Stjórnarsamstarfi lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.1.2009 | 10:32
Er toppnum náð hjá Geir?

Það er yfirleitt gaman að sjá þegar Íslendingar gera sig gilda á alþjóðlegum afrekalistum. Þó held ég að við hefðum betur sleppt því að vera í þessum félagsskap.
![]() |
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 23:08
Dabbi kóngur vs. Robert Wade
Ég geri það að tillögu minni að þegar Dabba kóngi hefur verið vísað út úr Svörtuloftum verði Robert Wade boðið að taka hans stöðu. Auk þess:
Gylfa Magnússon eða Vilhjálm Bjarnason í Fjármálaeftirlitið.
![]() |
Mótmælt við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 00:25
Lýðræði í stað flokksræðis
Ef þið viljið bæta stjórnkerfið og minnka spillingu innan þess, skrifið bæði undir áskorun hjá nyttlydveldi.is og skráið ykkur inn á Wiki-síðuna á lydveldisbyltingin.is til að koma ykkar hugmyndum á framfæri.
![]() |
Nýtt þingframboð í undirbúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 12:28
Geir er samur við sig
Í viðtalinu við Geir heyrði ég hann vísvitandi gera lítið úr mótmælendum. Hann sagði eitthvað á þá leið að hann skildi ekki hvaða kröfum þetta fólk vildi ná fram með ofbeldi gegn lögreglunni. Þannig kýs hann að líta fram hjá því að langflestir mótmælendur eru friðsamlegir og eru alfarið á móti öllu ofbeldi. Einnig lýsti hann furðu yfir framgöngu Hallgríms Helgasonar. Af hverju mega rithöfundar ekki mótmæla spyr ég?
Það er leitt að Geir skuli enn ekki heyra kröfurnar sem hafa dunið á honum alveg síðan í haust.
- Við viljum nýja stjórnendur í seðlabankann.
- Við viljum nýja stjórnendur í Fjármálaeftirlitið.
- Við viljum að ákveðnir ráðherrar segi af sér eða ríkisstjórnina burt.
- Við viljum kosningar í vor.
![]() |
Geir með fullt starfsþrek |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)