Hér er tillaga að neyðarstjórn.

Farið hefur fé betra!Þá er þessi óláns ríkisstjórn loksins farin frá. Það er sorglegt að það skyldi ekki hafa gerst strax í október eða nóvember þegar fyrstu bráðaaðgerðir voru í höfn. Líklega mun þetta fyrir vikið kosta þjóðina miklu meir en það annars hefði.

Geir sagði í viðtalinu áðan að sér hugnaðist best þjóðstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Kanntu annan Geir? Láta ykkur áfram styðja Davíð í seðlabankanum? Leyfa ykkur áfram að stjórna hvað kemur fyrir augu almennings? Treysta ykkur áfram til að fást við atvinnuleysi og alvarlega stöðu heimilana?

NEI TAKK!!!

Miðað við allt það vantraust sem nú ríkir í þjóðfélaginu væri utanþingsstjórn / neyðarstjórn / sérfræðingastjórn væntanlegast farsælasta lausnin. Þannig myndu stjórnmálaflokkarnir líka fá að undirbúa endurnýjun, prófkjör, málefnaskrár og kosningar án þess að það þurfi að koma niður á þjóðinni sjálfri.

Hér er tillaga að 6 manna utanþingsstjórn:

Páll Skúlason eða Vigdís Finnbogadóttir - forsæti

Þorvaldur Gylfason - Lilja Mósesdóttir - Herdís Þorgeirsdóttir - Gylfi Magnússon - Ómar Ragnarsson.

Svo við ég ráða Robert Wade í stöðu seðlabankastjóra eða ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og annað hvort Vilhjálm Bjarnason eða Indriða H. Þorláksson til að passa upp á  Fjármálaeftirlitið.

Bara drífa í þessu!!! Lýðveldisbyltingin

 


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Á Ómar að halda uppi fjörinu á fundum stjórnarinnar með söng og gamanmálum?

Björn Birgisson, 26.1.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Björn, það verður víst ekki vanþörf á því!!

Sigurður Hrellir, 26.1.2009 kl. 13:56

3 identicon

Ekki gleyma útsýnisflugi yfir Kárahnjúka.

Davíð (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:57

4 identicon

Páll Skúlason er eini Íslendingurinn sem ég treysti almennilega til að leiða stjórn landsins fram að kosningum.

Þorvaldur í Seðlabankann og Vilhjálmur með honum í FME. Þá erum við nokkuð góð í bili.

Baldvin Björgvinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:04

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Við erum á sömu línu Sigurður og mín uppástunga gegnur út á Pál Skúlason sem forsætisráðherra.

Sjá hana hér:

http://thj41.blog.is/blog/thj41/entry/784671/

Þór Jóhannesson, 26.1.2009 kl. 14:13

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég treysti ekki alveg Þorvaldi lengur, hann er of blindur á glæpi IMF og vill ekki heyra neitt misjafnt um það vafsama fyrirbrigði.

Georg P Sveinbjörnsson, 26.1.2009 kl. 14:17

7 identicon

Tek undir með Georg um fylgispekt Þorvaldar við AGS (IMF). Aliber ráðlagði Íslendingum að taka ekki lán frá AGS og það hefði þurft og þyrfti að skoða hans tillögur mikið betur en gert hefur verið.

Hvort Ómar eigi að halda uppi fjörinu! Hann getur það sjálfsagt ef hann kýs. En ég held að það sé tími til kominn að þekking Ómars á landinu, náttúrunni, jarðfræðinni verði metin að verðleikum. Í Ómari býr svo miklu meira en bara það að vera skemmtilegur.

Helga (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:39

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Helga, ég get staðfest það sem þú segir um Ómar. Hann er ekki bara mjög skemmtilegur og einstaklega jákvæður maður, heldur líka vel lesinn og útsjónarsamur. Hann hefur hins vegar verið flokkaður fyrst og fremst sem skemmtikraftur og þess vegna átt erfitt uppdráttar í stjórnmálum.

Sigurður Hrellir, 26.1.2009 kl. 15:23

9 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Páll Skúlason er vænsti maður, mjög vel gefinn og góður til rökræðna og einn af okkar fremstu heimspekingum. Ég var starfsmaður HÍ þegar hann var rektor og það sem ég hefði helst á móti honum í forsæti landsins var að hann stóð ekki beinlínis fyrir opinni gegnsærri stjórnun í sinni stjórnartíð Háskóla Íslands - þar varð ákvarðanataka oft á köflum ansi Kafkaísk og er reyndar oft enn. Þannig að það er kannski ekki hægt að benda á hann persónulega í því sambandi. Það var öll hirðin í kringum rektor - og mér skylst einnig að hið 200 manna starfslið alþingis sem situr og aðstoðar þingmenn og ráðherra á einn eða annan hátt virki á svolitið svipaðan hátt í störfum alþingis. Eins og hirð sem gegnir stöðu síu á upplýsingar og á þátt í að ringla borgarana (enda það eitt af hlutverkum skósveina og meyja pólitíkusana).  Ég sé fremur einhvern fyrir mér sem þorir að taka á málum og er góður verkstjóri/verkstýra. Og sem einfaldar hið mikla hirð-kerfi verulega.

Anna Karlsdóttir, 26.1.2009 kl. 15:40

10 identicon

Hahaha, Ómar Ragnarsson....áttu annan betri?

Annars held ég að Frú Vigdís myndi aldrei láta sér detta það í hug að fara að skipta sér af þessu hálfgerða stjórnleysi sem er í gangi, hún hefur meiri virðingu en það.

....segðu mér síðan að þú hafir verið að djóka með Ómar

Össi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:58

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ómar er gegnheill og heiðarlegur Össi, þurfum á slíkum að halda.

Georg P Sveinbjörnsson, 26.1.2009 kl. 17:22

12 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Tveir hlutir sem þarf að leiðrétta: Forseti Íslands er alltaf i forsæti utanþingsstjórnar, þannig er það.  Ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri útlendinga við fjármálastjórnina.

Baldur Gautur Baldursson, 26.1.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband