Geir er samur við sig

Í viðtalinu við Geir heyrði ég hann vísvitandi gera lítið úr mótmælendum. Hann sagði eitthvað á þá leið að hann skildi ekki hvaða kröfum þetta fólk vildi ná fram með ofbeldi gegn lögreglunni. Þannig kýs hann að líta fram hjá því að langflestir mótmælendur eru friðsamlegir og eru alfarið á móti öllu ofbeldi. Einnig lýsti hann furðu yfir framgöngu Hallgríms Helgasonar. Af hverju mega rithöfundar ekki mótmæla spyr ég?

Það er leitt að Geir skuli enn ekki heyra kröfurnar sem hafa dunið á honum alveg síðan í haust.

  • Við viljum nýja stjórnendur í seðlabankann.
  • Við viljum nýja stjórnendur í Fjármálaeftirlitið.
  • Við viljum að ákveðnir ráðherrar segi af sér eða ríkisstjórnina burt.
  • Við viljum kosningar í vor. 
Einnig hafa þær kröfur orðið háværari að taka þurfi stjórnkerfið algjörlega í gegn, stjórnarskrána, kosningalög og bæta gegnsæi í stjórnsýslunni. Ekkert af þessu er Geir og ríkisstjórn hans sátt við þó svo að kosningar verði líklega í vor. Fyrir nokkrum dögum lýsti Geir reyndar því yfir að það væri glapræði.

mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ég var hissa á framgöngu Hallgríms, ég tek það fram að ég dái hann sem rithöfund en sorry ég var hissa. Og það var eingöngu gert lítið úr mótmælendum sem voru að eyðileggja eignir eða að ráðast á fólk. Lögregla er líka fólk

Guðrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:32

2 identicon

Má hann ekki kommentera á að ofbeldi í mótmælum sé slæmt án þess að hrósa þeim friðsæla? Og af hverju í andskotanum ætti hann ekki að furða sig yfir að fullorðinn maður hagi sér eins og fífl og berji í bíl forsætisráðherra? Ótrúlegt hvað sumt fólk snýr staðreyndum eins og það vill. Þú ert haldinn þráhyggju.

hs (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Hlédís

Þið hvít-bláu IP-Tölur fjasið, en ekki um aðgerðasinna sem verja lögreglumenn ofbeldi með eigin líkama, né að Hallgrímur var manna fyrstur til að fá kröfufólk burt frá Valhöll í gær af tillitssemi við Geir er fréttist um áfall fundarmanna. Sér er nú hver heiftin!  Prófið þið að segja "VANHÆF RÍKISSTJÓRN" fyrir framan spegil - NB ef Flokkurinn leyfir það - og sjáið hvort andlitið geiflast ekki svolítið, jafnvel svo miskilja mætti gegn um bílrúðu!

Hlédís, 24.1.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Já hann Geir er samur við sig og er sama klíkan að stjórna seðlabankanum og FME eins og staðan er í dag. hs -> málið með ykkur nafnleysingjana er að við tökum mjög lítið mark á hratinu ykkar, hvernig væri nú að fá kröfur almennings (mínus 1% af þjóðinni sem er í klíkunni þeirra Davíðs Odds og Geirs) virtar og að ríkisstjórnin segi af sér og myndi þjóðstjórn? Hann Geir er að byðja um blóðbað ef að hann segir ekki af sér og slíti núverandi ríkisstjórn, það er ekki flóknari en það!!

Alfreð Símonarson, 24.1.2009 kl. 14:07

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Taktu niður grímuna hs ef þú ert maður en ekki mús. Þessar nafnlausu heglar á blogginu sem stunda pólitíska undirróðursstarfsemi eru líklega margir úr félagi ungra framagosa ef þeir eru svo margir yfir höfuð. Þetta gæti í raun allt verið sama músin með mismunandi grímur. Ég kæri mig ekki um slíkt á minni síðu.

Sigurður Hrellir, 24.1.2009 kl. 14:50

6 identicon

Hlédís +otrúlegur bullari með bleika og græna IP tölu:)

Sigurður, Geir er sá eini sem við höfum í dag sem er treystandi til að draga okkur úr þessum öldudal,

Reynið að finna einhvern betri og komið sterk inn í næstu kostningar en á meðan hættið þessu bulli.

Óskar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:57

7 Smámynd: Hlédís

Óskar IP-T! Sennilega borgar 30-höfða skrímslið ykkur fyrir áróðurinn.  Passið ykkur á að það éti ykkur ekki! Græðgin er óseðjandi.

Hlédís, 24.1.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband