Af hverju ekki utanþingsstjórn?

Ég hef verið að reyna að segja við mig sjálfan: "Haltu kjafti og vertu glaður með að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur við völd". Að vísu eru einhverjir dauðakippir í einum ráðherra sem sér ekki sóma sinn í að skilja við án þess að sýna sitt rétta innræti eina ferðina enn. En nóg um það.

Hér þykist minnihlutastjórn vera að taka við völdum í boði "Nýja Framsóknarflokksins". VG og Samfylkingin sem var púuð niður ásamt samstarfsflokknum fyrir nokkrum dögum af fjölmennustu mótmælum Íslandssögunnar. Ekki virðast þau hafa tekið það neitt til sín!

Hlustið á vilja kjósenda!Samkvæmt fréttum dagsins á EKKI að kjósa um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við ESB samhliða þingkosningum þrátt fyrir þetta plagg. Bíðið nú við, voru VG ekki búin að fallast á þjóðaratkvæðagreiðslu um það fyrir nokkrum vikum síðan? Allavega fróðlegt að sjá ummæli Ögmundar frá því í desember, t.d. hér og hér? Og hin "Nýja Framsókn", hvað ályktaði hún um ESB? Samfylkingin sem þykist vera ESB flokkur-inn, ætla þau enn eina ferðina að setja sitt helsta stenumál á ís? Eins og flest önnur stefnumál myndu umhverfissinnar líklega segja.

Og hvað með gjaldmiðilinn, á EKKI að taka neitt á því? Mér heyrðist á Ólafi Ísleifssyni hagfræðilektor við HR í Speglinum í dag að hann væri orðinn vonlítill á að stjórnmálamenn myndu nokkurn tíma þora að taka slaginn um ESB. Hugsanlega 2016 sagði hann svartsýnn.

Þessi ríkisstjórn hefur greinilega litla tiltrú á lýðræði fyrst hún vill ekki láta kjósa um aðildarviðræður. Einnig virðist hún vinna með eitt markmið öðrum fremur: Að flýta kosningum svo að óvinsældir hennar beri hana sjálfa ekki ofurliði. Af hverju viðurkennir þetta fólk ekki vanmátt sinn og lætur forsetann mynda utanþingsstjórn? Það er vísir að því ef Gylfi Magnússon verður viðskiptaráðherra, en af hverju ekki hinir líka? Stjórnmálaflokkarnir þurfa nauðsynlega að taka til heima hjá sér áður en hægt er að kjósa aftur. Tiltrú almennings á þá er lítil sem engin. Að öðrum kosti óttast ég að allt muni fara í sama farið, mótmæli, óöryggi og vesæld þjóðar.


mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband