Lýðræðishugsjónir VG

Á visir.is má lesa eftirfarandi:

"Samkvæmt heimildum fréttstofu vilja Vinstri grænir að kosningum verði flýtt eins og hægt er og stinga upp á því að efnt verði til þeirra 4. eða 18. apríl, enda eru liðsmenn flokksins á því að engin ástæða sé til að gefa Sjáflstæðisflokknum of langan tíma til að endurnýja forystu sína."

vg_bleikt.jpgNú hefur það komið skýrt fram í fjölmiðlum að amk. 2 nýjar stjórnmálahreyfingar hyggjast bjóða fram í næstu kosningum. Önnur þeirra inniheldur framvarðarsveit femínista sem starfað hafa með VG. Getur virkilega verið að VG liggi svo mikið á að fá kosningar til þess að ekki verði meiri samkeppni um atkvæðin? Sjálfir höfðu þeir 3-4 mánuði til að koma sínu framboði á koppinn þegar VG varð til og voru þó nokkrir reynsluboltar þar á meðal með tengslanet út um allt land.

Ekki er ég viss um að lýðræðishugsjónir VG séu eins sannar og þeir vilja láta.

Lýðveldisbyltingin


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ekki ég heldur...fáránlegt að flýta kosningum eins og staðan er.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 12:35

2 identicon

VG eru rosalega hlynntir lýðræði þegar það hentar þeim. Ef þeir telja líklegt að þjóðin sé sammála þeim um eitthvað, þá vilja þeir þjóðaratkvæðagreiðslur og ellegar steinhalda þeir kjafti um þær.

Mér finnst það líka sýna eðli VG að þeir vilji kosningar strax því þeim virðist ekki detta til hugar að ný framboð myndu vilja koma fram áður en kosið verður.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:36

3 identicon

flott hjá Steingrími

gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:38

4 identicon

Þvílík fásinna.

Vinstri græn vilja að sjálfsögðu hafa kosningar sem fyrst til að umboð til að stjórna landinu komi frá fólkinu sem allra fyrst.

Snærós Sindradóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:40

5 identicon

VG eru bara í stórum vandræðum. Þeir voru þvingaðir í þetta samstarf þar sem þeir hefðu hlotið miklar ákúrur fyrir að skorast undan. Pólitíski sigurvegarinn hér er framsókn sem getur nú kóað með vinsælum ákvörðunum nýrrar "verkstjórnar" en verið á móti óvinsælum. Á meðan mun fylgið hrynja af VG sem sitja uppi með slæma kosti í báðum hornum: standa við stóru orðin um einangrun Íslands og setja allt á annan endann eða svíkja stóru orðin. Hvorutveggja endar á sama veg, þ.e. fylgishrun fyrir VG.

Mér sýnist pólitíkin stefna í að sjallarnir fari nú í kattaþvott á framlínu sinni á meðan framsókn heldur sig við framangreint plott gegn hinum vinstri flokkunum. Samfó er glötuð og lítið sem þar getur bjargað. Nýju framboðin munu þurfa kraftaverk til að geta byggt upp trúverðuga forystu á svona skömmum tíma.

Niðurstaðan er að næsta ríkisstjórn verður framsókn og sjallar og enn og aftur mun sannast að flokkakerfið er síst af öllu fyrir fólkið í landinu. Ég vil flokkspólitíkina burt!

Kolbrún (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Sigurður

Ég man að ég sendi einhvern tíma skeyti á þig um að ég efaðist lýðræðisást VG. Hinsvegar held ég að hvað sem appiratið heitir að þá sé hægt að breyta því og bæta. Þannig held ég að það væri mikil mistök að fara að kljúfa félagshyggjufólk í fleiri einingar, sem gæfi það eitt af sér að eftir næstu kosningar væri Sjálfstæðisflokkur enn stærsti flokkurinn með 25% væri falin stjórnarmyndun og tækist líkt og áður að púsla með sér einhverjum.

Nú er mikilvægt að þessir flokkar Samfó og VG sýni trúfestu eða heitstrengingu um að mynda kjölfestuna við mótun nýs lýðveldis og grunnbreytingar lýðræðis. Það er staðreynd að það mun ekki takast að sameina félagshyggjufólk í einn flokk, en þó þar ríki tveir tónar sem að geta verið farvegur fyrir styrkmælingu á áherslur, þá þarf að liggja fyrir að það sé sjálfgefið að þessir flokkar starfi saman að afloknum kosningum.

Færum byltinguna inn í flokkana - það þarf ekki fleiri flokka!

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.1.2009 kl. 12:50

7 identicon

Ögmundur:

"með öðrum orðum við viljum tryggja kosningar hið allra fyrsta, við viljum engu að síður skapa svigrúm fyrir ný framboð til að koma fram og flokkunum að skipa á lista á lýðræðislegan hátt"

- Ísland í dag (26.01)

mér finnst frekar að höfundur hér ætti að velta því fyrir sér hvaðan heimidirnar eru?, Sjálfur tel ég allaveganna mjög skrýtið að fréttamenn geta leyft sér getgátur án vísan til heimilda um röðun í ráðherraembætti (eru þeir að lýsa vilja einhverra innan fréttastofunnar).

Hverjir eru síðan liðsmenn flokksins sem eru á því að það sé engin ástæða til að gefa Sjáflstæðisflokknum of langa tíma til að endurnýja forystu sína. (Getur maður birt svona án tilvitnunar í einhvern)

Birkir Brynjarsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:52

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnlaugur, það er bara eitt stórt vandamál sem hvorki Samfylking né VG hafa vilja til að leysa. Það er að minnka flokksræðið. Að ætla stjórnmálaflokki það hlutverk er í eðli sínu dæmt til að mistakast.

Kolbrún, það má vel vera að VG finnist þeir ekki geta skorast undan ábyrgð. Það er hins vegar stór hætta á því að það gerist sem þú lýsir. Viljum við ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðiflokks næstu 4 árin??

Að mínu mati er utanþingsstjórn langbesta lausnin núna og ég held að Ólafur Ragnar sé því sammála. Þannig gætu allir flokkarnir endurnýjað sig að einhverju leyti fyrir kosningar og tekið slaginn á svipuðu plani. Bíddu bara þangað til fjölmiðlaveldið fer að ráðast á nýju bráðabirgðaríkisstjórnina. Það eru Sjálfstæðismenn sem ráða Mogganum, Fréttablaðinu, RÚV og Stöð 2! Núna fá þeir aldeilis að blómstra í stjórnarandstöðu.

Kíkið endilega á þessa athyglisverðu og vönduðu úttekt á prentmiðlunum.

Sigurður Hrellir, 27.1.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband