1 formaður eða 2

Valgerður segir að nýr formaður verði "að kunna að svara erfiðum spurningum fréttamanna". Skyldi fylgja með námskeið í að tala eins og stjórnmálaleiðtogi, að segja ósatt eða tala endalaust um alls ekki neitt? Skyldi nýr formaður þurfa að sverja eið gagnvart flokkeigendaklíkunni sem Bjarni Harðar talaði um? Skyldi nýr formaður verða formaður í heilum flokki eða hálfum? Skyldi hann yfirleitt komast á þing?

PlastSkyldi þjóðin vera tilbúin að láta Framsóknarflokkinn útdeila eftirstandandi eigum sínum til klíkubræðra? Skyldi hún vera sátt við að náttúra landsins verði áfram sprengd og boruð til að útvega fyrirtækjum Framsókarmanna verk á silfurfati? Skyldi hún vera tilbúin að fyrirgefa einkavinavæðingu bankana sem Valgerður sjálf stóð fyrir sem ráðherra bankamála?

Skyldu formannsefnin eiga nóg af jakkafötum?


mbl.is Flokksþing breytinganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

hvorki trú né traust ég fæ
trúlega eitthvað bogið
það mun vera á þessum bæ
þar sem öllu er logið

Kristján Logason, 15.1.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Góður

Sigurður Hrellir, 15.1.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki gleyma hnífasettunum, Siggi! Af þeim þurfa þeir að eiga nóg... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.1.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband