Ég ákæri...!

Í gærkvöldi fór ég með vini mínum í Bíó Paradís að sjá myndina "Ég ákæri...!" eftir Roman Polanski. Myndin er að mínu mati mjög vel heppnuð og ekki spillti fyrir að hún fjallar um raunverulega atburði; réttlæti, siðferði og fordóma. Mynd eins og þessi væri ekki endilega á dagskrá annarra kvikmyndahúsa í Reykjavík sem öll eru utan miðborgarinnar.

Eftir sýninguna heyrði ég þær slæmu fréttir að starfsfólki kvikmynahússins hefði verið sagt upp og að óvíst væri með framhald starfseminnar. Eigendur hússins sem Bíó Paradís er í vilja losna við bíóið eða hækka leiguna gríðarlega. Þetta eru sömu menn og hafa mokað til sín ómældum fjármunum gegnum fjárfestingarfélagið Gamma meðan sturlaður uppgangur var á fasteignamarkaði. Nú reynir á hvort þeir séu menningarlega sinnaðir eða bara dæmigerðir gróðapungar. Samkvæmt frétt á Vísi eru þetta bræðurnir Gísli og Arnar Haukssynir, faðir þeirra, Haukur Halldórsson og svo einnig Pétur Árni Jónsson, eigandi Viðskiptablaðsins. Hér með er skorað á þá að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Þetta er nefnilega líka spurning um réttlæti fyrir borgarbúa og gott siðferði.


mbl.is Leigusali vill þrefalda leiguverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er mikið þvaðrað um það þessa dagana að fyrirtæki séu unnvörpum tekin að sýna samfélagslega ábyrgð. Ég man ekki betur en þetta Gamma félag hafi stært sig mikið af stuðningi við Sinfóníuhljómsveitina fyrir einhverjum misserum síðan. Nú reynir á hvort eigendurnir eru í raun og veru menningarlega sinnaðir, eða hvort allt hafi þetta bara snúist um snobb og tilraunir til að komast í hóp "fína fólksins". Sumsé bara markaðssetning, en menningaráhuginn á svipuðu stigi og hjá sumum öðrum sem sagt var að legðu höndina á byssuskeptið þegar minnst væri á menningu.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2020 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband