Segja JÁ en meina NEI?

Framsóknarflokkurinn breytist lítið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Nú eru þeir sem sagt búnir að ákveða stefnu inn í ESB sem flestir hljóta að átta sig á að aldrei muni ganga upp. Það er vitaskuld útilokað að ganga til samninga með öll þessi skilyrði og fyrirfram ljóst að enginn samningur muni nást á þeim forsendum.

SÍS eða ESB?ESB sinnar hljóta að vilja kjósa flokk sem treystandi er til að gera góðan aðildarsamning út frá raunhæfum samningsmarkmiðum. ESB andstæðingar munu hins vegar væntanlega snúa sér annað heldur en að greiða atkvæði með flokki sem að nafninu til er hliðhollur ESB aðild.


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Er þetta ekki einmitt klemman? Framsókn leggur fram markmið sem meira og minna allir Íslendingar myndu kvitta undir. Sé það rétt hjá þér að þetta geti aldrei gengið upp, er þá ekki óþarfi að eyða frekara púðri í ESB umræðu?

Þar fyrir utan er með öllu útilokað að hefja viðræður á árinu 2009 vegna óvissunnar um Lissabon samninginn.

Haraldur Hansson, 16.1.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Samningar byggjast alltaf á "give and take" nema hugsanlega það sem ríkisstjórnin er að kvitta undir varðandi ICESAVE. Auðvitað væri hægt að fá bætur/greiðslur á móti fiskveiðiheimildum, hugsanlega nægilega miklar til að réttlæta e-s konar afsal þeirra.

Sigurður Hrellir, 16.1.2009 kl. 20:30

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Að afsala sér lífsbjörginni fyrir bætur væri aumasta útkoma sem hægt væri að fá.

Við þurfum að líta til þess að hér á landi þarf útgerðin að vera rekin af hagkvæmni og sem meginstoð. Í flestum löndum ESB er hún mjög léttvæg atvinnugrein sem treystir á styrki. Ef íslensk útgerð væri sett í þann ramma er hætt við að mátturinn drægist úr henni á einum áratug eða tveimur.

Þó skuldsetning útgerðarinnar sé mikil núna má ekki láta blindast af kreppu og vonleysi í leit skynsamlegri lausn. Ekkert er verra en uppgjöf.

Haraldur Hansson, 16.1.2009 kl. 21:04

4 identicon

Sér ekki nokkur maður í gegnum þetta, við segjumst vilja viðræður, tökum upp evruna og þeir neita okkur um aðild vegna of mikilla undaþága og við slítum viðræðum.  Hvað gerist, jú við erum kominn með evruna og allt í góðu með gjaldmiðil Íslands. Þetta er BARA hrein snilld hjá Framsókn.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband