Fleiri spurningar en svör

Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með pukrinu í kring um þetta mál í höndum stjórnmálamanna sem lofuðu gegnsæi í kosningabaráttunni í vor og að hafa allt upp á borðum. Á sama tíma var upplýsingum haldið leyndum sem líklega gátu komið sér illa í umræðunni fyrir kosningar.

Í aflæstu herbergi á Alþingi hefur verið geymd mappa með ýmsum trúnaðarskjölum tengd Icesave sem einungis alþingismenn geta lesið. Svo mikil áhersla var lögð á leyndina að ekki mátti taka skjölin úr möppunni eða fara með út úr herberginu og var sérstakur vörður látinn gæta þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. 

Nú ber svo við að lögfræðistofan margumrædda hefur ráðlagt að efni skýrslunnar skyldi haldið leyndu til að færa mögulegum andstæðingum okkar í dómsmáli ekki vopnin upp í hendurnar. Reikna má með að innihald hennar hefði verið varfærnislegar framsett ef vitað hefði verið fyrir að um almenna birtingu yrði að ræða. Að vísu gæti hugsast að lögfræðistofan sé líka að hugsa um sitt eigið orðspor í Bretlandi þar sem að líklegt má teljast að aðrir viðskiptavinir hennar eigi um sárt að binda vegna Icesave.

Enn einu sinni vakna fleiri spurningar en svör um það hverjir, hvernig, hvenær eða af hverju ýmsar afdrifaríkar ákvarðanir voru eða voru ekki teknar. Fyrst og síðast spyr maður sig hvort að fólkið sem stjórnar fyrir okkar hönd sé hæft til þeirra erfiðu verka og hvort að hagur þjóðarinnar sé örugglega alltaf hafður í fyrsta sæti. Nú er t.d. áhersla lögð á það að líf ríkisstjórnarinnar sé mögulega í höndum 27 ára gamals nýliða á Alþingi. Er framtíð ríkisstjórnarinnar virkilega eitthvað aðalatriði í þessu máli?

Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. 


mbl.is Vöruðu við því að birta álitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já,,,woww!

anna (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband