Dæmigerður Dilbert?

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá held ég að Steingrímur J. sé ágætis maður, vinnusamur og velviljaður. Samt hljóta menn að spyrja sig hvort hann sé rétti maðurinn að stjórna Íslandi á þessum afdrifaríku og erfiðu tímum. 

Giljagaur - Ljósm.: Siv Friðleifsdóttir!?Sumir hafa eflaust heyrt um Peter principle sem gengur út á að starfsmenn innan fyrirtækis eða stofnunar fái stöðuhækkanir þangað til þeir eru komnir í stjórnunarstöðu sem þeir ráða illa við. Þannig geta fyrirtæki eða ráðuneyti verið í "gíslingu" vanhæfra stjórnenda sem ekkert fær stuggað við.

Dilbert principle er minna þekkt en það gengur út á að algjörlega vanhæfir starfsmenn séu settir í stöður þar sem þeir flækjast ekki fyrir. Þannig verða til margar tilgangslausar millistjórnendastöður sem hafa lítinn sem engan tilgang.

Maður spyr sig hvort að jarðfræðingurinn og flugfreyjan falli undir þessar athyglisverðu skilgreiningar. 

 

Dilbert

 


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Æði margir stjórnendur falla undir þessa skilgreiningu enda fengið sitt út á flokksskírteini, vina- og ættartengsl. Jarðfræðingurinn og flugfreyjan hins vegar telja sig vera leiðtoga. Það er allt annar handleggur. Hvort þau henti sem leiðtogar á þessum undarlegu tímum er miklum vafa undirorpið þar sem gerðir þeirra virðast beinast gegn fólkinu, ekki með því. Sannur leiðtogi væri löngu búin að leiðrétta óréttlætið í stökkbreytingu lána, frysta verðtryggingu eða afnema auk annarra aðgerða í þágu almennings. En kannski er það barnalegt og einfeldningslegt að ímynda sér að til væri leiðtogi sem tæki hag almennings fram yfir hag fjármagnseigenda.

Jólakveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.12.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband