Sjáið og heyrið í fólkinu á bak við XO

Það er afrek út af fyrir sig að klára alla framboðslista Borgarahreyfingarinnar. 126 frambjóðendur víðs vegar um landið hafa lagt nafn sitt við stefnumál hreyfingarinnar og raunar enn fleiri því að færri komust að en gáfu kost á sér. Sjáið og heyrið í nokkrum þeirra hér fyrir neðan. Þar má sjá Herbert, Lilju, Þór, Birgittu, Gunnar, Baldvin, Jóhann og Margréti.

 

 

Hér eru svo nöfn efstu fimm í hverju kjördæmi:

Reykjavík Norður
1. Þráinn Bertelsson, rithöfundur.
2. Katrín S. Baldursdóttir, listakona.
3. Jóhann Kristjánsson, rekstrarhagfræðingur.
4. Anna B. Saari, kennari.
5. Sigurður Hr. Sigurðsson, hljóðmaður.

Reykjavík Suður
1. Birgitta Jónsdóttir, skáld.
2. Baldvin Jónsson, námsmaður.
3. Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur.
4. Hannes I. Guðmundsson, lögfræðingur.
5. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur.

Suðvestur (Kraginn)
1. Þór Saari, hagfræðingur.
2. Valgeir Skagfjörð, leikari.
3. Ingifríður R. Skúladóttir, vörustjóri.
4. Ragnheiður Fossdal, líffræðingur.
5. Sigríður Hermannsdóttir, líffræðingur.

Norðvestur (NV)
1. Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
2. Lilja Skaftadóttir, framkvæmdastjóri.
3. Guðmundur A. Skúlason, rekstrarfræðingur.
4. Ingibjörg S. Hagalín, húsmóðir.
5. Þeyr Guðmundsson, verkamaður.

Norðaustur (NA)
1. Herbert Sveinbjörnsson, kvikmyndagerðarmaður.
2. Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri.
3. Hjálmar Hjálmarsson, leikari.
4. Ragnhildur A. Hjartardóttir, námsmaður.
5. Rakel Sigurgeirsdóttir, kennari.

Suður
1. Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri/rithöfundur.
2. Jón Kr. Arnarson, verkefnastjóri.
3. Hildur Harðardóttir, leiðsögumaður.
4. Ragnar Þór Ingólfsson, verslunarmaður.
5. Þórhildur Rúnarsdóttir, sérfræðingur.

 

Borgarahreyfingin XO fyrir lýðræði gegn flokksræði!


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er flott myndband en ég veit að Gunnar og Lilja eru líka að blogga.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk fyrir ábendinguna Rakel. Ég er búinn að setja þau inn líka. Bestu kveðjur.

Sigurður Hrellir, 13.4.2009 kl. 00:47

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Myndbandið er flott. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:50

4 identicon

Þetta er bara alls ekki áhugaverður listi sem þið stillið upp. Þetta er mest ofmenntaðir fræðingar á listanum en þið megið eiga það að koma 1 verkamanni að!

Fólk vill fá lista með fjölbreyttu fólki í samfélaginu en ég get ekki séð að þið vinnið eftir því.

Ásdís (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 01:20

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ásdís, það er erfitt að gera öllum til hæfis. Ég skal fúslega viðurkenna að það þyrfti að vera betri þverskurður úr öllu þjóðfélaginu hjá okkur, ekki síst af landsbyggðinni. Það var rosalega stuttur tími sem við höfðum til stefnu og alls engir peningar. Við ætluðum að bjóða upp á óraðaða lista enda lofaði fráfarandi ríkisstjórn því að koma á persónukjöri fyrir kosningarnar. Það loforð ætla þau að svíkja og því neyðumst við til að gera eins og hinir flokkarnir. Það mun verða eitt af okkar baráttumálum að koma hér á persónukjöri líkt og tíðkast í flestum nágrannalöndum, jafnvel þvert á lista eins og Írar hafa ágæta reynslu af.

Sigurður Hrellir, 13.4.2009 kl. 02:06

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er alls ekki sammála því að listi Borgarahreyfingarinnar innihaldi aðeins ofmenntaða fræðinga. Hér er verkamaður, húsmóðir, verslunarmaður, námsmenn, leiðsögumaður, verkefnisstjóri, mannfræðingur, lögfræðingur, hagfræðingur og einstaklingar úr miklu fleiri greinum. Þessi handahófskennda upptalning endurspeglar mjög fjölbreytta reynslu og menntun. Það er alls ekki víst að sex þeir fyrst töldu eigi langa skólavist af baki. Hélt reyndar að menntun væri alls ekki löstur

Ég held líka að sú sem kallar sig Ásdísi byggi mat sitt á einhverju öðru en haldbærum rökum um ofmenntaða einstaklinga þegar hún segir listann óáhugaverðan. Það er a.m.k. alls ekki rétt að fimm efstu menn í kjördæmunum endurspegli litla breidd hvað þetta atriði varðar. Það væri spennandi að bera þetta saman við þá lista sem hún miðar niðurstöðu sína við.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.4.2009 kl. 02:32

7 identicon

Rakel. Sú sem kallar sig Ásdísi heitir fullu nafni Ásdís Helga Jóhannesdóttir og er kölluð Ásdís. Það er 1 verkamaður og 1 verslunarmaður á þessum listum. Meira og minna eru bara fræðingar og leikarar sem við öll þekkjum af alþingi, það er nóg af þeim þar.

Það sem að ég vil að fólk geri í dag er að það kjósi Samfylkinguna eða Vinstri græna til að passa uppá að X-D og X-B komi aldrei aftur til valda.

Borgarahryfingin lítur ekki út fyrir að vera afl fólksins, því miður því annars hefði atkvæði mitt farið þangað og þaðan getið þið fundið út afhverju þið eruð ekki með meira fylgi í skoðanakönnunum.

Þó ég nefni Samf. og VG þá er ég ekki að segja að þeir hafi e-ð mikið betri lista en það er þó skárra heldur en Borgarahreyfingin setur fram í nafni borgaranna.

Ásdís (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 02:48

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ásdís, ég get vel tekið undir með þér að vilja ekki sjá D og B við stjórn á næstu árum. Sem betur fer minnkar fylgi þeirra beggja með hverjum degi sem líður. Hins vegar er það borin von að allt komist í lag með ríkissjórn S og VG því það er sjálft stjórnkerfið sem er meingallað. Eins og margir hafa bent á búum við við flokksræði fremur en lýðræði. Ef skiptar skoðanir eru innan flokks um ákveðið mál reynir hann að slá málinu á frest líkt og gerst hefur með ESB málið, kvótamálið og fleiri mikilvæg mál. Auk þess er skelfilegt að sjá hvernig ALLIR stjórnmálaflokkar hafa plantað sínu fólki víðs vegar um stjórnsýsluna og í stjórnum opinberra stofnana. Dómskerfið sjálft er t.d. stórskaddað af þess háttar valdníðslu.

Borgarahreyfingin er rekin áfram af réttlætiskennd þeirra sem þar taka þátt og höfuðmarkmið með framboði hennar er að draga hér úr flokksræði. Það fólk sem vill sjá raunverulegar breytingar í lýðræðisátt getur ekki sætt sig við að kjósa af gömlum vana illskársta kostinn.

Sigurður Hrellir, 13.4.2009 kl. 08:43

9 identicon

Ásdís ég skil ekkert í þér.

Ég sjálfur hefði viljað sjá mun fleiri verkamenn á þessum lista en raun ber vitni en hvað áttum við að gera? Áttum við bara að ná í verkamennina og neyða þá á lista hjá okkur? Þeim stóð það vel opið að koma á lista ef þeir myndu vilja það. Það gæti ekki verið auðveldara að fá aðgang að lista hjá Borgarahreyfingunni. Póst á kosningastjórann og svo fengirðu það sæti sem þú vildir og ef það væru fleiri sem vildu það sæti þá væri dregið á milli ef ekki kæmist á samkomulag!

Ásdís, annað sem mér finnst vert að þú vitir þá höfðum við enga peninga til að auglýsa eftir frambjóðendum svo hreyfingin var bara að vona að verkamenn eins og allar aðrar starfstéttir væru að skoða sig um og leita eftir nýjum framboðum. Það gerði ég og kom auga á Borgarahreyfinguna. Við erum fólk víðs vegar að sem er búið að fá nóg og erum að reyna taka ábyrgð á okkar lífi. Það að þú komir og gerir lítið úr hreyfingunni því það eru fáir verka- og verslunarmenn segir allt um þinn málflutning. Enginn heilviti tækifærisinni myndi reyna að komast á þing í gegnum nýtt framboð! Getur ekki ímyndað þér tímann sem margir hafa lagt í þetta framboð.

Mig langar að benda þér á það að Vinstri grænir eru meðal annars flokkur sem hefur staðið vörð um 5% regluna og fjárveitingar til stjórnarflokkana. Þeir hafa lítil áhuga á að nýir flokkar komi inn og steli þeirra atkvæðum (eins og margir orða það). Lýðræðið er bara gott þegar það hentar flokkunum, annars ekki.

Að sami skapi finnst mér skelfilegt að sjá hvað mikið fólk trúir á þessa stjórnmálaflokka. Trúverðugleiki þeirra ætti að vera löngu fallinn. Það að segja alltaf að vinstri grænir séu blásaklausir er þvættingur. Það þarf bara að benda á eftirlaunadæmið, 5% regluna og fjármál stjórnmálaflokka til að átta sig á því. Einnig mætti benda á það að þeir virðast hafa haft ósköp lítinn áhuga á að veita ríkisstjórninni aðhald.

Ásdis ég vil ekki vera harður við þig en ég held að þú sjáir það sjálf að þú dæmir Borgarahreyfinguna allt allt of fljótt. Við erum til staðar fyrir þig og aðra í landinu. Það er ykkar að notfæra ykkur þetta einstaka tækifæri á að koma á einhverjum alvöru breytingum í landinu. Ef fólk nýtir ekki þetta tækifæri þá verður það að eiga það við sína eigin samvisku.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:07

10 identicon

Ásdís

Ég er einn af frambjóðendum Borgarahreygingarinnar og ég er bóndi.  Ég bað hins vegar um að vera ekki ofar en í tíunda sæti og hafnaði í því ellefta.  Það var mitt val og ég veit um fleiri sem sem vildu haga sínu framboði á þann hátt.  Kannski er það ein ástæða þess að listinn virðist einsleitur.  Sjálfur tel ég mig vera í baráttusæti.

Elís Másson

Elís Másson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:02

11 Smámynd: Sigurður Hrellir

Elís, miðast sumarfrí þingmanna ekki ennþá við sauðburð? Þú ferð létt með þetta!

Sigurður Hrellir, 15.4.2009 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband