Slök kjörsókn er vísbending um slakt fylgi

Það setur að manni hroll við þá tilhugsun að flokksbundnir Sjálfstæðismenn ætli aftur að treysta sama fólkinu til að fara með umboð sitt við stjórn landsins. Þó svo að þrír ráðherrar hafi seint og um síðir ákveðið að draga sig í hlé er endurnýjunin á SV-horninu sama og engin. Starfandi alþingismenn raða sér í öll efstu sætin, meira að segja grínistinn Birgir Ármannsson er á sínum stað. Líklega mun brekkusöngvarinn komast aftur á þing í Suðurkjördæmi og flokkseigendafélagið getur andað rólega.

XOEini ljósi punkturinn er hvað kjörsóknin var rosalega dræm en einungis um 37% kaus í prófkjörinu. Vonandi gefur það vísbendingu um slakt fylgi Sjálfstæðisflokksins í sjálfum alþingiskosningunum. Enda er löngu kominn tími á að gefa þessum sérhagsmunasamtökum frí.

Kjósum þjóðina á þing. Kjósum Borgarahreyfinguna XO.

 


mbl.is Staðan óbreytt hjá D-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Manni liggur við að spyrja hvers konar fólk mætir eiginlega í prófkjör sjálfstæðisflokksins

Já það er ljós punktur að sjálfstæðismönnum virðist ekki hafa gengið of vel að draga fólk á kjörstað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.3.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

37% af hverju?

Ef miðað er við skráða félaga í flokknum er nú lítið að marka það held ég. Allir sem ég þekki sem hafa sagt sig úr flokknum og það jafnvel ítrekað eru þó enn skráðir þar.

Virðist vera auðveldara að komast ríkur til himnaríkis en að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum.

Baldvin Jónsson, 14.3.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband