Að "snapa styrki"

Mér gengur illa að skilja það hvernig margir Sjálfstæðismenn hugsa. Minn ágæti gamli vinur Júlíus Vífill virðist ekki vera nein undantekning á því. Hann sér það sem galla að það skapist ný störf hjá sveitarfélögunum við að "snapa styrki í Brussel" eins og hann kýs að kalla það.

Nýlega var ég í fríi á Kanaríeyjum. Víða á eyjunum (Tenerife og La Palma) sá ég skilti sem sýndu framlag ESB til uppbyggingar á ýmsum sviðum. Ég tók nokkrar myndir af þeim til gamans sem hér má sjá fyrir neðan. Þar eru lagðir vegir og byggðir flugvellir með framlagi frá ESB. Þar eru þjóðgarðar og náttúruminjar sem styrkir frá ESB gera kleift að veita fólki aðgang að án þess að það beinlínis eyðileggi svæðin. Á hæsta toppi eyjunnar La Palma í 2400 metra hæð var meira að segja byggður stærsti stjörnusjónauki í Evrópu, William Herschel telescope með þátttöku ESB.

Mér finnst það hreinlega jaðra við forpokuðustu trúarbrögð að líta á markaðslögmálin sem upphaf og endi alls í jarðríkinu. Júlíus Vífill segir: "Rekstur sem byggist á styrkjum hefur lítið frumkvæði og lítinn lífsvilja. Styrkir einfaldlega drepa í dróma. Áherslur sveitarfélaga eiga að vera skýrar. Þær snúast um að vernda hag fjölskyldna í landinu og skapa fyrirtækjum aðstæður til þess að vaxa og dafna."

Ég fæ ekki betur séð en að Júlíus tali í tómum þversögnum og hafi lítið lært á afdrifaríkum mistökum Sjálfstæðismanna við stjórn landsins á undanförnum árum. Ef hann virkilega trúir enn að lögmálum markaðarins sé best treystandi fyrir allri atvinnusköpun og frumkvæði, til hvers situr hann þá sjálfur í borgarstjórn? 

 Náttúruvernd á afskekktum stað

 

 Verndun svæðis

 

Lagning gönguleiðar meðfram strandlengju

 

Bygging stjörnusjónauka

 

William Herschel telescope

 

 

 

 

  


mbl.is „Styrkir drepa í dróma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varla heldurðu að peningarnir sem notaðir eru í þessar framkvæmdir hefðu ekki nýst þeim sem öfluðu þeirra annars staðar?

Ásgeir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ásgeir, auðvitað er það spurning um ákvarðanir hvar og hvernig peningar eru nýttir. T.d. finnst mér að mest af því fé sem íslenskir bankar og athafnamenn fengu að láni hafi verið illa varið, svo vægt sé til orða tekið. Lítið af því fór til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar hér innanlands, en mikið til húsbygginga og vafasams fyrirtækjareksturs erlendis. Svo fá skattgreiðendur og allur almenningur að borga brúsann! Þú gætir ef til vill frætt mig og aðra um hvaða peninga þú veist um sem gætu komið íslenskum sveitarfélögum, fjölskyldum og fyrirtækjum til góða við þær aðstæður sem við nú búum við?

Sigurður Hrellir, 4.2.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband