"Óskiljanleg pólitísk heimska"

Ef svo margir Íslendingar telja réttlætanlegt að hefja hvalveiðar væri ekki úr vegi að þeir hugleiði það sem fram kemur í þessum ágæta pistli Arthúrs Björvins Bollasonar frá Þýskalandi um íslenska bankakerfið sem fluttur var á Rás 1 í gær. Í lokin sagði Arthúr:

Hvalræði"Því er svo við að bæta að það andaði raunverulega köldu í fyrsta sinn í gerð Íslendinga í þýskum fjölmiðlum þegar þær fregnir bárust að nú væri ætlunin að hefja hvalveiðar að nýju. Fjölmiðlar hér voru sammála um að þetta væri köld gusa framan í ýmsar vinaþjóðir Íslendinga og óskiljanleg pólitísk heimska, einkum við þær aðstæður sem nú ríkja."

Það er umhugsunarefni að svo stór hluti þjóðar sem misst hefur allt traust frændþjóða vilji halda áfram á svipaðri braut.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Já förum bara að hlusta á allt sem allir útlendingar segja. Þá myndi nákvæmlega ekkert gerst hérna á klakanum.

Við mundum ekki stunda viðskipti, því það er jú búið að sverta okkar orðspor mikið. Við værum ekki að skoða hvali, því sumar haldi því fram að það hafi slæm áhrif á hvalina og sé ekki gott. Við værum ekki að veiða fisk. og svo framvegis.

Ég veit ekki betur en þjóðverjum hafi fjölgað hérna mikið eftir að við hófum hvalveiðar aftur. Þetta er sama hræðslu tuggan í hvert skipti sem við gefum út ný hvalveiðileyfi.

Látum þetta flygja, það virðist vera eitthvað annað en hvalveiðar sem er að "skemma" okkar ímynd.

http://www.colbertnation.com/the-colbert-report-videos/217340/february-02-2009/it-could-be-worse---iceland

Stefán Gunnlaugsson, 3.2.2009 kl. 16:55

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég þakka fyrir tengilinn Stefán - hafði gaman af.

Sigurður Hrellir, 4.2.2009 kl. 10:58

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Það var einmitt ákvörðun Alþingis með atkvæðagreiðslu þar um fyrir nokkrum árum síðan að sjávarútvegsráðherra ákvað að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný fyrir þremur árum og svo aftur nú. Vilji Alþingis er að leyfa skuli hvalveiðar í atvinnuskyni. Það hefur ekki verið afturkallað. Sjálfstæðisflokkur, framsókn og hluti Samfylkingar mun greiða því atkvæði ef út í það færi.

Sjávarútvegsráðherra er með þessu að fara að yfirlýstum vilja ALþingis, enda Alþingi sem ræður þessu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 11:28

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þá hefði hann átt að gera það áður en ríkisstjórnin sprakk!

Sigurður Hrellir, 4.2.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband