3.12.2008 | 11:39
VG hlustar ekki á kjósendur sína
Steingrímur og fleiri áhrifamenn innan VG telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir kjósendum sínum. Líkt og í gamla Alþýðubandalaginu telja þeir sig vera "raddir fólksins" en eru í raun ekki í ýkja góðu sambandi við fólkið sjálft. Þeir skella skollaeyrum við því að töluverður meirihluti kjósenda þeirra er jákvæður fyrir inngöngu í ESB og finna þess í stað sambandinu allt til foráttu. Ekki er upplýstri umræðu heldur fyrir að fara á þeim bæ frekar en í hópi Sjálfstæðismanna.
Sjálfur tel ég að umhverfismálin séu sumum hjá VG ekki hjartans mál. Það á þó alls ekki við alla þingmenn flokksins. Sá grunur minn að þeim dreymi í raun um ríkisstjórnarsamstarf með heimastjórnararmi Sjálfstæðisflokksins að vitbættum einhverjum flóttamönnum úr Framsóknarflokknum (Kristilegi þjóðarflokkurinn?) er vonandi ekki á rökum reistur. Það hefur þó vakið mikla athygli hvað Steingrímur J. hefur algjörlega forðast að tala illa um Davíð Oddsson að undanförnu þó svo að ærin ástæða hafi verið til.
VG ættu að minnast þess hvernig skoðanakannanir sýndu þau skjótast upp snemma á árinu 2007 en falla aftur í sama farið þegar nær dró kosningum. Flokkurinn virðist því miður alltaf toppa á vitlausum tíma.
Segir vaxandi andúð í garð Evrópusambandsins innan VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Athugasemdir
Þarna hittirðu naglann á höfuðið Siggi. Mig grunar að stólsetunrar séu farnar að kila Grim eftir þessar skoðanakannanir að undanförnu, því miður.
Haraldur Bjarnason, 4.12.2008 kl. 00:05
...átti að vera kítla ekki kíla...
Haraldur Bjarnason, 4.12.2008 kl. 00:06
Ég skil alls ekki afhverju það ætti bara ekki að vera mjög góð stjórn VG og svolítið endurbættur og siðvæddur Sjálfstæðisflokkur.
Alla vegana miklu betri kostur heldur en sá sem við búum við í dag.
Ríkisstjórn sem alls ekki hlustar á fólkið í landinu og sigldi okkur á fullri ferð í strand með lokað fyrir augun !
Sjálfstæðisflokkurinní dag saman með algerlega siðblindri Samfylkingu eins og við höfum í dag, er stjórn sem við þurfum að koma frá sem allra fyrst !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:23
Haraldur, ég óttast að VG beri ekki gæfu til að endurnýja eins duglega í forystusveit sinni eins og þeir ættu að gera.
Gunnlaugur, þetta voru nú bara vangaveltur hjá mér um skyldur stjórnmálaflokka við kjósendur sína. Að vísu hafa fréttir dagsins í dag af Davíð Oddssyni fremur aukið líkurnar á því að einhverns konar samsteypa þjóðlegra ESB-andstæðinga gæti verið möguleiki. Sjálfur væri ég lítt hrifin af slíkri afturhaldsstjórn þar sem alið yrði á fordómum og sjálfsþurftarbúskap í boði klíkuveldis.
Sigurður Hrellir, 4.12.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.