21.11.2008 | 09:46
Lítil eftirsjá í Jóni
Sjálfstæðismenn keppast nú hver um annan þveran að lýsa því yfir að þeir hræðist ekki kosningar og að lýðræðisástin sé þeim í blóð borin. Ekki sýna þeir þó mikla tiltrú á lýðræðinu fyrst þeir taka það ekki í mál að ganga til kosninga eftir eitt mesta klúður Íslandssögunnar. Skýringin er vitaskuld sú að þeir þurfa að horfast í augu við algjört fylgishrun og hugsanlegan klofning í ofanálag. Jón Gunnarsson gæti t.d. þurft að gera það upp við sig hvorn arminn af flokkshræinu hann muni hengja sig á, þeim ESB sinnaða eða einangrunarsinnaða.
Jón þessi er einna kunnastur fyrir árásir sínar á umhverfisráðherra og kemur það varla mörgum á óvart að honum finnist hún eiga að víkja. Það væri hins vegar að byrja á öfugum enda ef Þórunn segði af sér af öllum syndaselum ríkisstjórnarinnar, Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.
Gagnrýnir Björgvin og Þórunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Athugasemdir
Já en það er jú dyggð innan sjálfstæðisflokksins að rekast eins og rolla í hóp. Þórunn á heiður skilið fyrir hugrekki og heiðarleik.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:56
Ég er sammála þessu Jakobína. Það eru 2 ráðherrar sem eru mér að skapi, báðir kvenkyns: Þórunn og Jóhanna.
Sigurður Hrellir, 21.11.2008 kl. 14:22
Hefur þessi Jón einhvern tíma tekið til máls á þingi? Ég held hann hafi óttalega lítið til málanna að leggja annað en skít í umhverfisráðherra.
Haraldur Bjarnason, 21.11.2008 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.