19.11.2008 | 17:57
Átyllan fundin!
Hér er væntanlega komin átyllan sem beðið var eftir svo hægt væri að losa sig við Davíð án þess að honum væri beinlínis vikið frá. Einhverjir spunameistarar með hagfræðiþekkingu sitja væntanlega sveittir og skrifa greinargerð um mikilvægi þess að sameina þessar stofnanir sem allra fyrst. Almenningur veit hina raunverulegu ástæðu en flestir munu yppta öxlum af gömlum vana enda búnir að kyngja ýmsu bragðvondu glundri á sl. árum.
Að mínu mati getur sitjandi ríkisstjórn ekki mögulega borið ábyrgð á fleiri mistökum en orðin eru. Það stenst engin rök að hún geti tekið stórar ákvarðanir um lausn vandans og framtíð þjóðarinnar. Það er verulega sorglegt að ekki einn einasti ráðherra hafi lýst sig ábyrgan eða beðist afsökunar, hvað þá stjórnendur Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Það verður aldrei nokkur sátt um neina rannsókn á því sem gerst hefur nema því aðeins að sitjandi ráðamenn komi þar hvergi nærri og geti engin áhrif haft á úrvinnslu og aðferðafræði.
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking munu gjalda það dýru verði að hafa ekki tekið af skarið strax eftir að Kaupþing féll og gætt þess að ná sem víðtækastri samstöðu um neyðaraðgerðir. Með því gerði ríkisstjórnin illt verra og traustið dvínaði bæði hérlendis og erlendis.
Þjóðin á ekki að þurfa að bíða í algjörri óvissu og vona það besta á meðan að ríkisstjórnarflokkarnir taka sig saman í andlitinu, ræða málin í bakherbergjum eða á landsfundum þar sem innbyrðis deilur munu hæglega geta klofið flokkana sundur!
Hugmynd forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Athugasemdir
Flott mynd af Daví og Hannesi
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:20
Já, tveir vinir og annar á leið í frí !
Sigurður Hrellir, 20.11.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.