Hrollur unaðssemda og ónota

Það hríslast einhver hrollur unaðssemda og ónota um mann þegar fréttist af afsögnum enn eins Framsóknarmannsins. Þetta er orðinn reglubundinn viðburður líkt og í sumum framandi menningarsamfélögum þar sem  húsdýrum er fórnað af einhverri misskilinni lotningu fyrir æðri máttarvöldum.

MetorðastiginnListinn yfir fallna Framsóknarmenn síðustu 3-4 ár er orðinn lengri en góðu hófi gegnir og á líklega eftir að lengjast enn frekar. Efstu menn á listum hverfa á braut og minni spámenn færast á undraverðum hraða ofar, ef þeir hafa þá ekki þegar sagt af sér líka.

Skyndilega eru konurnar á varamannabekkjunum komnar með hlutverk við hæfi. Það má líklega segja um Framsóknarflokkinn að þar séu hin fleygu orð í fullu gildi: Þeir síðustu verða fyrstir.
 
Topp 10 listi fallinna Framsóknarmanna er hér. Farið hefur fé betra. Þau rauðu eiga meira að segja rétt á sérstökum ráðherraeftirlaunum sem þau skömmtuðu sér sjálf! Jónína var einn af flutningsmönnum frumvarpsins.
 
 
Finnur Ingólfsson.
Jónína Bjartmarz.
Halldór Ásgrímsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
Guðni Ágústsson.
Árni Magnússon.
Jón Sigurðsson.
Bjarni Harðarson.
Anna Kristinsdóttir.
Marsibil Sæmundardóttir.

Kiddi Sleggja (bónussæti).


mbl.is „Bjarni móðgar framsóknarmenn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já farið hefur fé betra

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband