Sér grefur gröf

Miðað við afglöp borgarfulltrúa Sjálstæðisflokksins, hvað svo sem segja má um Ólaf F., ber þeim að segja sig frá völdum. Þeir gætu helst í stöðunni lýst yfir stuðningi við minnihlutann og ráðið óháðan borgarstjóra út kjörtímabilið eða hreinlega farið að fordæmi Binga og látið sig hverfa.

Hins vegar skiptir hagur borgarbúa þetta fólk augljóslega litlu.

Ef þeir velja þá leið að setja fylgislausan Framsóknarflokkinn í lykilaðstöðu með tilheyrandi völd og sæti í nefndum og ráðum, eru þeir vitaskuld að bíta höfuðið af skömminni.


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll

Þessi valdasirkus afhjúpar það að hagur borgarbúa er ekki settur í öndvegi. Ég nefni sem dæmi að við í stjórn Félagi kvikmyndagerðarmanna sendum Degi B bréf stuttu áður en Ólafur F sprengdi Tjarnarkvartettinn. Því bréfi var auðvitað ekki

svarað þar sem Dagur B hvarf úr stólnum. Við sendum sama erindi á Ólaf F en höfum enn ekki fengið svar. Nú virðist stefna í það

að enn einn aðili setjist í borgarstjórastólinn og þá þarf að hefja skriftir á ný. Þetta litla mál sýnir í hnotskurn hvernig þetta brölt

hefur áhrif á málefni borgarbúa.

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.8.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Villa: í stjórn Félags...

Hjálmtýr V Heiðdal, 14.8.2008 kl. 11:04

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Hjálmtýr,

Því miður er þessi sirkus án nokkurns vafa sá dýrasti sem borgarbúum hefur verið boðið að sjá. Ég ætla rétt að vona að einhver sem til þess þekkir reikni út hvað þetta rugl hefur kostað umfram það sem "hefðbundið rugl" kostar. Svo er jú skilvirknin örugglega í öfugu hlutfalli við kostnaðinn eins og þú nefnir ágætt dæmi um.

Sigurður Hrellir, 14.8.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband