19.6.2008 | 11:08
Allir út að grilla...
Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög svekktur. Hlustaði með öðru eyranu á ræðu forsætisráðherra á Austurvelli í fyrradag og skilaboð til landsmanna um að nú skuli sparað, bæði í akstri og eyðslu almennt.
Sjálfur er ég fyrir löngu síðan búinn að grípa til sparnaðaraðgerða - fer flestra minna ferða á reiðhjóli, hreyfi fjölskyldubílinn lítið sem ekkert, skipulegg matarinnkaup með hámarksnýtingu í huga og hef skorið niður aðra eyðslu. Samt hækka útgjöldin í krónum talið mánuð eftir mánuð. Húsnæðislánin spila þar stórt hlutverk en bæði gengi krónunnar og háir vextir vega þyngst.
Flokkur Geirs H. Haarde og félaga hefur löngum stært sig af stöðugleika og verið með fullyrðingar í aðdraganda kosninga um að þeim einum sé treystandi fyrir fjármálastjórn ríkis og þjóðar. Hvað skyldu þeir láta sér detta í hug fyrir næstu kosningar? Græðum á daginn og grillum á kvöldin!?
Sveiflur á gengi krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
Athugasemdir
Held nu frekar að þetta séu bankarnir eykur þetta ekki gjaldeyrisegin þeirra siðan eykur þetta líka visitölutryggðu lanin sem þeir eiga og að lokum sennilega hækkar þetta húsnæðið sem bankarnir eiga lika Held að pólitikusar séu i raun orðnir
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.6.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.