Baráttan harðnar

Það dylst fáum að baráttan er farin að harðna á milli þeirra sem vilja vernda náttúru landsins og hinna sem vilja gera Ísland að orkuparadís fyrir stóriðju. Það er afleitt að ríkisstjórnin skuli ekki vilja staldra við og hlusta á raddir þeirra fjölmörgu sem sjá mikilvægi þess að halda í hreina og ósnortna ímynd landsins. Með brekkusöngvarann og vini hans í ríkisstjórn er voðinn vís. Hryggilegast er þó að Samfylkingin skuli hafa siglt undir fölsku flaggi og að ekki eigi að efna kosningaloforðin á þeim bæ.

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins vill 66,7% íslenskra kvenna ekki fara út í frekari virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju. Það vill svo til að þessar konur hafa flestar kosningarétt og vonandi fá þær val um að kjósa fólk á þing sem treystandi er á. Næturbloggarinn í iðnaðarráðuneytinu ætti að þurrka glottið af andlitinu og sækja um pólitískt hæli hjá Framsóknarflokknum. Hann er ekki traustsins verður.


mbl.is Náttúra í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

100% sammála þér með þetta mál! SF halda að þau geti áfram logið að þegnum sínum þ.s. þau með sitt Fagra Ísland flagga greinilega fölsku flaggi í dag. Við þurfum að láta ríkisstjórnina sæta ábyrgð á sínum lygum og spillingarham sem virðist fylgja völdum.

Kær kveðja og lifi byltingin!
Alli

Alfreð Símonarson, 27.6.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband