Mótvægisaðgerð?

Það eykur óneitanlega vonir mínar um að Ólafur verði farsæll sem borgarstjóri að hann hafi fengið svo dugmikla manneskju sér til aðstoðar. Má ekki líta á þetta sem mótvægisaðgerð við þær slæmu fréttir að gamli góði Villi ætlar ekki að láta verkin tala?

Það að aðstoðarmaður borgarstjóra sé valinn út frá hæfileikum og mannkostum fremur en af pólitískum biðlista gefur líka ástæðu til bjartsýni. 


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef mjög mikla trú á Ólöfu og bind við hana vonir - gallinn er sá hvað hún fær stuttan tíma.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

 

Ég er búin að senda inn eftirfarandi fyrirspurn hjá tveimur tölvufróðum bloggurum og langar til að vekja athygli á blekkingunni sem er í gangi með Kjörkassa Vísis í dag sem ég benti á í athugasemd við fyrri færslu:

Ég veit að þú ert tölvukarl mikill og hefur atvinnu af þessum tólum. Mig langar að spyrja þig hvernig getur staðið á því að könnunin sem nú er á vefsíðunni http://www.visir.is/ getur breyst eins hratt og raun ber vitni - ég trúi ekki mínum eigin augum.

Spurt er:  Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að segja af sér í kjölfar skýrslu stýrihópsins um REI? Svarmöguleikar eða Nei að venju.

Fyrir um það bil 2-3 tímum var svarhlutfallið þannig að um 72% höfðu sagt .

Nú hef ég setið fyrir framan tölvuskjáinn og horft á þessa tölu hrapa svo hratt að það er hreint með ólíkindum. Ég geri ráð fyrir að einhver hundruð eða einhver þúsund manns hafi tekið þátt í könnuninni svo prósentutalan hreyfist ekki hratt við hvert atkvæði. Á hálftíma hafa tölurnar hins vegar breyst úr því að vera um 70% - 30% Nei í að vera um 49% - 51% Nei.

Hvernig er þetta hægt? Nú á hver og einn ekki að geta kosið nema einu sinni og þótt allur Sjálfstæðisflokkurinn hafi greitt atkvæði síðasta hálftímann hefðu tölurnar ekki getað breyst svona hratt, svo mikið veit ég. Ekki heldur þótt einhver hægrisinnaður tölvunörd hafi setið við tölvuna sína, eytt smákökunum, "refreshað" og kosið aftur.

Eru þeir hjá Vísi að falsa niðurstöðurnar eða geta kerfisstjórar úti í bæ greitt 100 atkvæði í einu eða eitthvað slíkt?

Það verður augljóslega ekkert að marka niðurstöðu þessa Kjörkassa Vísis, svo mikið er augljóst.

Þessir tveir tölvufróðu menn eru Steingrímur og Elías og verður fróðlegt að sjá svör þeirra.

-----------------------

 

Rétt í þessu var verið að skipta um spurningu í kjörkassa Vísis...

Þegar svörin voru orðin:  Já = 49,9%  og Nei = 50,1% var komið með nýja spurningu.

Grunsamlegt?

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svar Steingríms:

Auðvelt er fyrir þá sem að kunna að skrifa lítinn JAVAscript bút sem að kýs í sífellu frá sömu IP tölunni & eyðir sjálfkrafa þeirri 'köku' sem að liggur á vafra kjósandans sem að á að koma í veg fyrir að sami aðilinn geti kosið oftar en 2svar.

Þetta grunaði mig.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég spái mjög lítið í þessar kjörkassakannanir því að það er svo lítið að marka þær. Eftir því sem Steingrímur segir væri lítið mál fyrir einn tölvunörd að breyta úrslitunum samkvæmt pöntun.

Það virðist vera erfitt fyrir formann og miðstjórn flokksins að krefjast afsagnar Villa. Hins vegar yrði það flokknum einfaldlega of dýrt að láta sem ekkert sé. Kannski má búast við enn einni óvæntri leikfléttu í ráðhúsinu, hver veit?

Sigurður Hrellir, 8.2.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband