Ofurseld spákaupmennsku?

Nú hlýtur að koma að því að "venjulegt" fólk fari að krefjast skýringa. Fæstir skilja hvorki upp né niður í fjárhagsstjórn landsins og hljóta að velta fyrir sér ástæðum þess að krónan hrynur eins og gjaldmiðill í einhverju Afríkuríkinu sem við viljum helst ekki þurfa að bera okkur saman við. Er ástæðan ekki einfaldlega sú að við erum enn einu sinni ofurseld spákaupmennsku fjárfesta sem nú losa sig við krónur og veðja á áframhaldandi gengisfall?

Nú spyr ég hvort að flokkurinn sem sífellt hamrar stöðugleika í kosningaloforðum ætlar endanlega að fórna trúverðugleika sínum. Ætlar dýralæknirinn í fjármálaráðuneytinu að aflífa skepnuna eða stendur til að fara í bráðaaðgerð?


mbl.is Mesta gengisfall á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég skil ekkert!!!!!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

D listinn þarf að axla ábyrgða á þessu

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.3.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband