Nýjungar á Íslandi?!

Alcoa Fjarðaál segist í yfirlýsingu sinni hafa innleitt margar nýjungar í vinnuumhverfi hér á Íslandi og nefnir í því sambandi góðan starfsanda og öryggi. Ef marka má lýsingu úr fréttum RÚV er hér um nokkuð frjálslega túlkun á þessu orðalagi að ræða.

Ég hef sem betur fer mjög sjaldan heyrt af "alvöru" atvinnurekendum hér á landi sem beita svipuðum aðferðum og Alcoa, nema helst ef viðkomandi starfsmaður hefur orðið uppvís af stórfelldu svindli, þjófnaði eða vítaverðu kæruleysi.

Maður átti eiginlega ekki von á þessu alveg strax. Það hlýtur að teljast mjög óskynsamlegt af Alcoa að láta svona lagað fréttast og varla búið enn að ráða í öll störf. Hins vegar má búast við að ýmis ófögur mál muni líta dagsins ljós á næstu árum ef marka má syndaregistur fyrirtækisins frá öðrum löndum.


mbl.is Alcoa Fjarðaál harmar að verklagsreglum var ekki fylgt við uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband