GOTT MÁL!

Það er gott mál að þetta stropaða Framsóknarspillingarmál skuli ekki vera úr sögunni. Ég held að hið unga par hafi gert okkur flestum stóran greiða með því að láta það ekki falla í gleymskunar dá.

Málið stoppaði á sínum tíma með úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem vakti furðu, ekki síst vegna þess að þar kom fram álit um að hlífa ætti stjórnmálamönnum í aðdraganda kosninga:

"Umfjöllun um þetta mál var að ýmsu leyti vandasöm, ekki síst vegna tímasetningarinnar, enda aðeins liðlega tvær vikur til alþingiskosninga." 

Athygli vekur að formaður Siðanefndarinnar var Kristinn Hallgrímsson, lögm. Ef mér skjátlast ekki er þar á ferðinni sá hinn sami Kristinn Hallgrímsson sem varð síðar einn af Framsóknar-innstu-koppum-í-búri aðilum innan hins sameinaða félags REI og Geysir Green Energy. Þræðir Framsóknarflokksins liggja víða.

Í stefnunni segir að umsókn stúlkunnar hafi verið einkamál og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífsins með að birta skjölin í Kastljósinu. Ég er ef til vill ekki lögfróðasti maður landsins en veit þó ekki betur en að skjal sem þetta verði opinbert skjal um leið og því hefur verið skilað inn til viðkomandi stofnunar. Það verður allavega fróðlegt að sjá hvað lögfróðir menn segja þegar til kastanna kemur. 

Í umsókninni var sú ástæða gefin að tengdadóttirin hyggðist stunda nám í Bretlandi og að erfitt yrði fyrir hana að fá dvalarleyfi þar án íslensks ríkisborgararéttar. Með veitingunni var því opnaður gluggi inn á Schengen-svæðið án þess að reglum væri framfylgt eða nauðsyn krefði. Skyldu aðrar Schengen-þjóðir vera sáttar við þetta?

Það væri því rökrétt framhald að afhenda þessu unga og bráðefnilega Framsóknarfólki 3,5 milljónir sem ætti að vera hinn þokkalegasti farareyrir...


mbl.is Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já þetta er sérstakt svo ekki sé minna sagt.

Páll Geir Bjarnason, 29.10.2007 kl. 00:38

2 identicon

Sæll Siggi

Ekki veit ég til þess að þessi Kristinn sé í Framsóknarflokknum, þá er ég jafnviss um það og þú. Hvernig sem svo það er, þá gerir þú lítið Siðarnefnd eins og hún leggur sig. Við skulum ætla fagleg vinnubrögð. Átt þú það til að vinna ekki faglega?

Svona til að taka fram. Það hef ég alveg ofboðslega gaman af þessum samsæriskenningum þínum. Þær eru alltaf jafn kómískar.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 01:25

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Ólafur,

Nú ert þú sjálfur trúr og tryggur Framsóknarmaður að því að ég tel og ættir að kunna eitthvað á innviði þíns flokks. Þarftu ekki að kynna þér málið betur?

http://www.mannlif.is/ordromur/nr/966 

Lifðu heill. 

Sigurður Hrellir, 29.10.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband