Nýtt kvótakerfi?

"Frjálslyndi" flokkurinn var á sínum tíma stofnaður til að berjast gegn kvótakerfinu í sjávarútvegi. Önnur stefnumál flokksins hafa löngum farið fyrir ofan garð og neðan hjá kjósendum þangað til Jón Magnússon slóst með í för og fór að gera innflytjendur og farandverkamenn að skotspæni sínum. Nú hafa ungliðar þessa flokks hvatt til setningar nýs kvótakerfis og að takmarkaður verði fjöldi nýbúa á hverju ári. Ég velti því fyrir mér hvort að farið verði með innflytjendur líkt og fiskinn í sjónum; sérstakur kvóti fyrir Kínverja, annar fyrir Tyrkja o.s.frv.

Það virðist gleymast í þessari umræðu að við Íslendingar eru skuldbundnir af samningi okkar við ES að tryggja frjálst flæði fólks frá löndum þess. Það er því enginn möguleiki á því að setja kvóta á fjölda þeirra útlendinga sem hingað koma. Reyndar er það eins gott því að annars færi víst lítið fyrir útrásarmöguleikum landans, t.d. í Eystrasaltslöndunum og Búlgaríu. Hvað varðar fólk utan ES þá er það næstum eins og að troða úlfalda í gegnum nálarauga að fá landvistarleyfi hér (nema fyrir þá sem ganga í hjónaband með Íslendingum og eru orðnir 24 ára). Kvóti myndi því væntanlega verða viðbót við heildarfjölda innflytjenda.

Hvað varðar tillögur FUF um ókeypis íslenskukennslu og skyldur atvinnurekenda þá verð ég að hrósa þeim fyrir að sjá að víða er pottur brotinn í innflytjendamálum hér á landi. En héðan í frá er vissara að þeir tali skýrt þegar kvótakerfið kemur til tals.


mbl.is Full ástæða til að standa vaktina um innflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

EES samningurinn sem Ísland hefur undirritað gildir á milli 30 landa í Evrópu.

Af sjálfsögðu geta meðlimir í "Frjálslynda" flokknum látið sig dreyma um nýtt kvótakerfi fyrir fólk frá Evrópulöndum eins og t.d. Póllandi, Litháen eða Slóvakíu... EF við segjum upp EES samningnum sem kveður á um frjálst flæði launafólks eða sjálfstæðra rekstraraðila.

Stjórnmálamaður sem talaði á þessum nótum þyrfti augljóslega að lesa sér betur til um grunnreglur EES.

Sigurður Hrellir, 26.10.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband