13.5.2011 | 20:05
Gæsahúð eða ógleði
"Ísland farsældar frón" sungið af frábærum kór undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Undir venjulegum kringumstæðum ætti maður að fyllast stolti með gæsahúð og tár á hvörmum.
Tónlistarhúsið Harpa er langþráður draumur fjölmargra tónlistarunnenda sem hafa þurft að gera sér dapurleg húsakynni að góðu þegar okkar besta fólk og frábærir erlendir listamenn halda hér tónleika, t.d. Háskólabíó og Laugardalshöllina.
Þó að ég gleðjist yfir því að tónlistin hafi fengið húsaskjól á heimsmælikvarða get ég ekki látið hjá líða að hugsa um það hversu lítið við Íslendingar höfum lært á Hruninu og því hve hátt margur heimskur maðurinn hreykti sér og gerir enn.
Tónlistarhúsið er að hluta til byggt fyrir þýfi erlendis frá sem aldrei verður skilað til baka. Einnig er það að hluta til borgað með skattpeningum okkar flestra nú á tímum mikils niðurskurðar, atvinnuleysis og landflótta.
Ég velti því fyrir mér hvort að fólk sem misst hefur heimili sín vegna ólögmætra og ósiðlegra viðskiptahátta bankamanna geti hugsað sér að heimsækja húsið sem Björgólfur Guðmundsson og spilltir viðhlægjendur hans í opinberum embættum eru að saurga með nærveru sinni í dag.
Sjálfum langar mig mest að skila inn ríkisborgararéttinum nú þegar ég heyri þennan fagra söng.
Harpa tekin formlega í notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
Athugasemdir
Já á sama tíma eru öryrkjar,Gamalmenni og atvinnulausir eru að lepja dauðan úr skel.Meiriparturinn að því fólki sem setti þjóðfélagið á hausin og stal öllu steini léttara úr Bönkonum er mætt á oppnunarhátíð Höpunar.=Snobb pakk.En þetta skalt þú og ég borga...
Vilhjálmur Stefánsson, 13.5.2011 kl. 20:15
Jæja, ágæti síðueigandi. Þar kom að því að við værum sammála um eitthvað.
Það beinlínis lak ánægjuslepjan af þessu liði,(jakkafötin og dragtirnar í 101 Reykjavík), vitandi að VIÐ munum borga brúsann, en ekki þau.
P.S. Það er víst ekki HÆGT að skila inn ríkisborgararétti sínum, því miður, ég er búinn að kanna það og láta á reyna.
Dexter Morgan, 13.5.2011 kl. 21:43
Já Vilhjálmur, það setur að manni ónotahroll að skoða myndir af boðsgestum. Þetta er næstum því eins og að bjóða morðingja í jarðarför fórnarlambsins.
Ágæti Dexter, það er betra seint en aldrei. Leitt er að heyra að ekki sé hægt að skila inn ríkisborgararéttinum. Þetta er m.ö.o. eins og arfgengur sjúkdómur.
Sigurður Hrellir, 13.5.2011 kl. 22:50
Hvaða hvaða miðarnir á hörputónleika eru ekki að hækka strax, ekki fyrr en á næsta ári,
því lánadrottnarnir eru búnir að endursemja til sín full yfirræði á afnotagjaldi Hörpunnar.
Best fyrir okkur fátæklingana að safna saman 5000 kr núna á tónleika í ár, því kannski aldrei framar...
Jonsi (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.