Hver kaus LÍÚ og SA til að ráðskast með framtíðarskipan mikilvægra mála?

Þó að margt sé óvissu háð á Íslandi í dag getum við gengið að einu sem vísu, að útgerðarmenn vilji engar breytingar á kvótakerfinu.

LÍÚ og SA (sem LÍÚ er stærsti aðilinn að) hafa beitt undarlegustu þvingunarúrræðum til að standa í vegi fyrir breytingum og virðast hafa náð nokkuð góðu taki á ráðamönnum. Það er allavega orðið ansi breitt bilið á milli þess sem stjórnarflokkarnir lofuðu í aðdraganda síðustu kosninga og þess frumvarps sem nú er að líta dagsins ljós eftir mikið baktjaldamakk.

Það eitt að frumvarpið skuli fyrst vera kynnt fulltrúum útgerðarmanna áður en því er dreift á Alþingi hlýtur að benda til þess að óeðlilega sé að málum staðið. Einnig hafa loðin ummæli ráðherra ekki hjálpað til og stækur fnykur af hrossakaupum loðir við málið.

En sem betur fer er almenningur orðinn nokkuð vanur því að grípa fram fyrir hendurnar á vanhæfum stjórnvöldum og spilltum embættismönnum. Þjóðin verður að ráða því sjálf hvernig farið verður með nýtingu fiskistofna við landið og víðtæk sátt að ríkja um skiptingu arðsins.

Síðan hvenær fékk LÍÚ og SA umboð þjóðarinnar til að ráðskast með auðlindir landsins? Veit einhver annars hversu háir fjármunir hafa farið frá útgerðaraðilum til stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda á undanförnum árum?


mbl.is Sægreifarnir ekki í sáttahug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta frumvarp er skref í rétta átt en það þarf að ganga mun harðar gegn þeim spilltu hagsmunagæsluöflum sem starfa undir merkjum LÍÚ, SA og Sjálfstæðisflokksins og vinna markvisst gegn þjóðarhag. Það er kúnstugt þegar leigupenninn Tryggvi Þór Herbertsson er farinn að verja núverandi kerfi og jafnframt sterk vísbending þess efnis að verið sé að verja mjög slæman málstað og vafasama hagsmuni. En núna þarf frumvarpið að fara fyrir vanhæfu spillingarsamkunduna niður á Austurvelli og þá er aldrei að vita hvað skeður. Kálið er ekki sopið.... Það verður "fróðlegt" að hlusta á málþóf hyskisins í Sjálfstæðisflokknum í þeirri umræðu. Þeir munu ekki láta hag þjóðarinnar þvælast fyrir sér í þeirri hagsmunagæslu fyrir LÍÚ.

Guðmundur Pétursson, 11.5.2011 kl. 15:19

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Meira að segja einstakir þingmenn stjórnarflokkanna viðurkenna opinberlega að þeir fái engar upplýsingar um framvindu þessa máls. Hvar eru nú allar áætlanirnar um að efla löggjafarsamkunduna? Þetta er ekki einu sinni hlægilegt!

Sigurður Hrellir, 11.5.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband