2.5.2011 | 10:17
Delirium ministerium
Í fréttum Stöðvar 2 sl. þriðjudag var Árni Páll Árnason spurður út í mögulega skaðabótaskyldu ríkisins vegna hinna ólögmætu gengistryggðu lána í tilefni þess að um 1.000 einstaklingar höfðu staðið að mjög ítarlegri kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA):
Fréttamaður: "Óttastu niðurstöðu ESA?"
Ráðherra: "Nei, ég eiginlega fæ það nú ekki alveg til að ganga upp hvað verið er að horfa til þar því að kvörtunin hún snýr að ákvörðunum Hæstaréttar um það með hvaða hætti vextir voru ákvarðaðir, og niðurstöðu Hæstaréttar að því leyti. Ég get ekki fengið það til að ganga upp að það eigi að baka ríkinu bótaskyldu. Löggjafinn á ekkert val um neitt annað en að fylgja fordæmi Hæstaréttar. Það er ekki þannig að löggjafinn geti tekið aðrar ákvarðanir en Hæstiréttur tekur."
Ég leyfi mér að vitna í ágætan lögmann sem horfði furðu lostinn á þetta viðtal og skrifaði að því loknu:
"Svo að lokum talar hann um að ákvörðun Hæstaréttar geti ekki bakað ,,ríkinu" bótaskyldu ------ veit maðurinn ekki að dómsvaldið sé einn af þremur örmum ríkisvaldsins?"
Gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Þeim klígjaði ekki við að hunsa álit hæstaréttar um stjórnllagaþing. Það hefði kannski átt að spyrja hann um það í leiðinni. Ég velti því annars fyrir mér hversu fyrirhafnalaust nám við Harvard er, ef maður á hans kaliberi fer þar í gegn.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 11:01
Fyrir nú utan það að hann er hvorki talandi né skrifandi. Það er hálfgert súdokú að ráða í það hvað hann er að fara.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 11:02
Sæll félagi Jón Steinar,
Því miður er lítill dugur í fréttamönnum svo að innantómt raus ráðherrans fær að standa án ítarlegri spurninga. Hugsanlega þýðir ekkert að spyrja manninn í þaula - hann hefur lag á að þvæla með einfalda hluti þannig að enginn botnar neitt í neinu.
Sigurður Hrellir, 2.5.2011 kl. 11:32
Ég held nefnilega að hann botni ekkert í því sjálfur Siggi.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.5.2011 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.