RÁÐGEFANDI stjórnlagaþing, fyrir hverja og með þátttöku hverra?

Í vikunni var haldinn afar áhugaverður fundur undir yfirskriftinni "Sjálfsprottið stjórnlagaþing - Nýr samfélagssáttmáli". Þar tók til máls fólk úr ýmsum áttum með yfirburðarþekkingu á málinu, bæði hámenntaðir lögfræðingar og eins áhugamenn. Öllum nefndarmönnum allsherjarnefndar var boðið bréflega að koma og taka þátt í fundinum en enginn þeirra lét sjá sig nema Þór Saari sem er áheyrnarfulltrúi í nefndinni. Það segir sína sögu um áhuga stjórnmálamanna á þessu mikilvæga máli.

Nú virðist allsherjarnefnd hafa vaknað upp af Þyrnirósarsvefni og hyggst afgreiða hið glataða frumvarp um ráðgefandi stjórnlagaþing úr nefndinni. Engin raunveruleg umræða hefur farið fram um þetta frumvarp, hvorki í fjölmiðlum né meðal almennings. Frumvarpið er meingallað að flestu leyti líkt og við var að búast og er í raun eins konar mini-Alþingi. Ef dæma á út frá frammistöðu Alþingis sl. áratugi í endurskoðun á stjórnarskránni gefur þetta fyrirkomulag hreint ekki mikla ástæðu til bjartsýni.

En sem betur fer er almenningi frjálst að setja á stofn sitt eigið stjónlagaþing án þátttöku stjórnmálaflokka, sérhagsmunasamtaka og trúfélaga.


mbl.is Viðbúið að hundruð frambjóðenda stígi fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég sé fyrir mér að eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar verði stefna allra framfarasinnaðara afla sett á nýja stjórnarskrá. Fulla ferð. Millilending á stjórnlagaþingi þjóðarinnar - eins opið og fjölmennt og tæknilega mögulegt með netinu, útvarpi og sjónvarpi. Samnin verðir stjórnarskrá þjóðarinnar af þjóðinni - gjöf hennar til sjálrar sín eftir hremmingarnar og ruglið. Þetta verður endurmenntun heillar þjóðar sem hefur aldrei stigið stigið til fulls skrefið frá flokkapoti, baktjaldamakki, klíkuklækjum og frekju forræðismanna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.3.2010 kl. 13:51

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Mæltu manna heilastur, Hjálmtýr. Ríkisstjórnin hefur haft heilt ár eða lengur til að undirbúa margboðað stjórnlagaþing en er í raun og veru enn á byrjunarreit. Það er fjarstæðukennt að halda að stjórnmálamenn ráði við þetta mikilvæga mál eftir útkomu rannsóknarskýrslunnar. Hins vegar er von mín að almenningur sjái þá loksins að við þurfum sjálf að grípa til okkar ráða.

Sigurður Hrellir, 15.3.2010 kl. 16:55

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

lyfi byltingin

Sigurður Haraldsson, 15.3.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband