Icesave, you save...

Rétt í þessu sendi ég skilaboð til bankastjóra og stjórnar Nýja Landsbankans, sjá hér fyrir neðan. Það sem gerði útslagið var þessi mynd sem sýnir betur en nokkur orð hversu lítill munur er á bönkunum fyrir og eftir hrunið.

Gat Landsbankinn ekki lánað fyrir litfilmu?

 

 

Til bankastjóra Nýja Landsbankans og stjórnar,

Ég undirritaður hef ákveðið að hætta viðskiptum við bankann á næstu dögum sökum þess hvernig staðið hefur verið að málum bankans. Þar vísa ég m.a. til frétta um 30 milljarða framlag til Icelandic Group og afskriftir forstjóra félagsins. Einnig get ég vísað til fjölda annarra frétta, m.a. um World Class og eigendur þess en ég geri ráð fyrir að ykkur sé fullkunnugt um starfsemi bankans og líklega mun meira en fjölmiðlar og almenningur hafa tök á að kynna sér, enda ríkir bankaleynd um flest það sem þið aðhafist.

Framferði bankanna gegn lántakendum er óverjandi og siðferði einstaklinga í skilanefndum gömlu bankanna og slitastjórnum átakanlegt. Að sjá í morgun mynd af Elínu Sigfúsdóttur og Sigurjóni Árnasyni í boði fjárglæframanna er átakanlegt og sýnir svo ekki verður um villst að munurinn fyrir og eftir hrun er nákvæmlega enginn.

Ég vona að þið farið að hugsa ykkar gang þó svo að ég geri mér engar vonir um það.

Með kveðju eftir 22ja ára viðskipti,

 


mbl.is Gagnrýndi vinnubrögð bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Til hamingju nafni þú tókst hárrétta ákvörðun.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 17:56

2 identicon

Hef hugsað það sama, en sé eitt "smá" vandamál. Hvert á maður að flytja sín viðskipti?

Mér sýnast allir bankar og flestir sparisjóðir vera í einhverju vafasömu þó þeir toppi kannski ekki þetta.

Halldór (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:27

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Halldór,

Ég veit um tvo sparisjóði sem þurftu ekki að sækja um framlög frá ríkinu eftir hrunið sem er ákveðið heilbrigðisvottorð. Það eru Sparisjóður S-Þingeyinga og Sparisjóður Strandamanna. Það er algjörlega vandræðalaust að skipta við þessa sparisjóði þó svo að þeir séu ekki beinlínis í nágrenni Reykjavíkur. Samkvæmt mínum heimildum er fólk mjög ánægt með þá báða.

http://www.spthin.is

http://www.spstr.is

Sigurður Hrellir, 17.2.2010 kl. 23:57

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Bréf semég vona að valdi kvikindunum a.m.k. einni andvökunótt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.2.2010 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband