Að sjá út fyrir kassann

Ólafur Ragnar fékk prik í kladdann hjá mér á nýársdag þar sem hann talaði m.a. fyrir beinu lýðræði og endurbættri stjórnarskrá. Hann gaf eiginlega "kerfinu" falleinkunn en sagði það hafa dugað ágætlega til heimabrúks meðan að stjórnmál gengu aðallega út á halda dælunni gangandi heimafyrir. Frammistaða Steingríms J. í viðtalinu á Channel 4 í kvöld minnti mann óþyrmilega á þessi orð forsetans þó svo að Steingrímur sé eflaust að gera sitt besta.

Nú eru breyttir tímar og augljóst að margir íslenskir stjórnmálamenn eiga erfitt með að sjá hlutina í sínu stóra samhengi. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að talað sé einum rómi fyrir réttlæti og sanngirni í þessu ömurlega Icesave-máli. Eva Joly sýndi það í símaviðtali að hún er sannur málsvari þjóðarinnar og lætur ekki hræðsluáróður setja sig út af laginu líkt og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og sumir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna.

Látum ekki eitt augnablik telja okkur trú um að þetta sé barátta á milli forseta og ríkisstjórnar. Þetta er sameiginleg barátta þjóðarinnar fyrir ásættanlegri niðurstöðu í Icesave-málinu. Réttlætið fæst með dreifðri ábyrgð og því að þeir gjaldi mest sem að málinu stóðu, þ.e. stjórnendur Landsbankans og eftirlitsstofnanir hérlendis og erlendis. Evrópusambandið verður að sýna og sanna að það snúist um eitthvað annað og meira en markað og viðskipti.


mbl.is Ólafur í kröppum dansi á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já stjórnendur Landsbankans verða að koma til baka og sýna ábyrgð og greiða til baka alla þá peninga sem þeir stálu ella fara beint í fangelsi.

Sigurður Haraldsson, 7.1.2010 kl. 00:40

2 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Það er búið að ákveða að ísland borgi og bara um vexti og forgangs 20.000 isladns á moti næstu 80.000 breta um að semja, en ákvæðið um að ísland geti ekki sótt rétt sinn gagnvart bretum verður að fara út.

en ég velti einu fyrir mér, Ögmundur Jónasson sagði á rúv vera fylgjandi þjóðaratvæðagreiðslu, en kaus á móti henni, þýðir það ekki að kaus a móti sannfæringu sinni og þannig rauf þann eyð sem hann sór við það að setjast á þíngi, og er honum því sætt þar. eða skiptir hollusta við þjóðina engu máli og eyðurinn er bara svona uppá grín.

Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 00:42

3 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Hjartnalega sammála. Við megum ekki láta Icesave snúast um flokkapólitík. Þetta er réttlætismál. Það er nánast sorglegt að bestu málssvarar okkar eru erlendir. Manni finnst næstum eins og íslenskir fjölmiðlamenn vinni gegn íslenskum hagsmunum en vonandi breytist þetta.

Helga Þórðardóttir, 7.1.2010 kl. 01:15

4 identicon

Nú er það spurningin. Þorir 4flokkurinn að gefa þjóðinni alvöru lög um þjóðaratkvæðagreiðslur í nýársgjöf.

Með skilmálum sem heimila t.d. ákveðnum % kosningabærra manna eða % Þingmanna að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu? Og verður hún bindandi? o.s.f.

Eða verður soðið saman eitthvað einnota bull til þessa eina skiptis? 

Mér sýnist strax vera komin á kreik allslags ráðabrugg samspillingar 4flokkaklíkunnar til að snúa sig út úr  þjóðaratkvæðagreiðslu.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:26

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hvorki Steingrímur né Jóhanna eru fær um að tala á sannfærandi hátt fyrir hönd Íslendinga erlendis, allavega ekki í sjónvarpi. Ólafur Ragnar var að sýna það í kvöld að hann getur lagt þung lóð á vogarskálarnar og þeir alþingismenn sem hafa ekkert skárra til málanna að leggja en að gagnrýna forsetann ættu heldur betur að snúa sér að annarri iðju.

Sigurður Hrellir, 7.1.2010 kl. 01:55

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Heill og sæll Sigurður og gleðilegt ár! Ég er sammála þér að ÓR er einmitt mjög öflugur fulltrúi þjóðarinnar erlendis og kann að tala og koma fram, bæði í ræðu og riti. Ég var mest hrifin af spurningu hans um hvort að Evrópusambandið og starfið þar snerist ekki líka um lýðræði eins og markað og viðskipti...það var klókt af honum.

Anna Karlsdóttir, 7.1.2010 kl. 09:23

7 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Heill forseta vorum!

Þórhildur Daðadóttir, 7.1.2010 kl. 13:12

8 identicon

Hárrétt! Og komin tími til að fólk leggji flokkspólitík til hliðar og sameinist sem íslendingar!

Sigrún Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 15:53

9 identicon

Já og við þurfum ekki ESB og neitum Islave eins og forsetinn!

Hann er af gamla skólanum og það er bara frábært! Lýðræðið er númer eitt! Hræðsluáróður og hótanir virka öfugt á forsetann. tíhí

anna (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:32

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Áfram Ísland berjumst til sigurs og megi réttlætið vinna!

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband