Gúgglaði hún Árna?

Í gær fór ég óvenju mildum orðum um Árna Johnsen í bloggi vegna hugulsemi hans gagnvart hinni landlausu Marie Amelie. En líklega hefur stúlkan gúgglað þingmanninn söngelska og tekið þá ákvörðun að flest annað sé skárra en að skulda honum greiða.

Jussanam da SilvaHins vegar er hér á landi hæfileikarík ung kona frá Brasilíu sem raunverulega vill búa hér og starfa, og sækist meira að segja eftir íslenskum ríkisborgararétti. Það er Jussanam da Silva, söngkona og starfsmaður á frístundaheimili, sem Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafa markvisst reynt að hrekja úr landi, m.a. með því að framlengja ekki atvinnuleyfi hennar.

Ég held að alþingismenn ættu almennt að beita sér fyrir því að taka Jussanam og öðrum erlendum ríkisborgurum fagnandi, ekki síst þeim sem unnið hafa sér traust og vináttu hérlendis.


mbl.is Amelie vill ekki verða Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta.

ThoR-E, 28.1.2011 kl. 18:22

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Að hlú að eiginn garði, er góður siður, en held ekki það hafi legið neinn "náungakærleikur" né ekta vinarþel að baki þessu hjá félgunum tveim, þannig að það aå hjálpa söngkonunni sem þú nefnir, í baráttu hennar gegn ströngum Íslenskum hælisleytendalögum,  hentar þeim líklega ekki.

En ef um veruleg mannréttindabrot er að ræða, og það hvar sem er, ber okkur öllum að taka til orða og þá ekki bara fyrir þá sem ná frægð og frama og hafa hátt heldur ÖLLUM, hér var ekki því til að dreifa, hér var farið að lögum, ströngum já, en lögum sem sniðin eru eftir samkomulagi aðildarríkja SÞ varðandi flottafólk og hælisleytendur.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 28.1.2011 kl. 19:24

3 identicon

Sammála þessu. Skil ekki þessa útlendingastefnu stjórnvalda þegar gott og vinnusamt fólk vill búa á Íslandi. Vantar ekki einmitt fleiri skattgreiðendur og neytendur til að kaupa þá þjónustu sem fyrirtæki veita - sem aftur skapar fleiri störf??? Á meðan fær erlent glæpahyski að dvelja í landinu í það endalausa! Skil ekki svona "hagfræði". Kannski er einhver þarna úti sem getur útskýrt þetta fyrir mér?

Sveinn (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband