Konu í forstjórastólinn!

Það er vissulega skelfilegt til þess að hugsa ef þessu valdamikla starfi verður úthlutað til útbrenndra pólitíkusa. Margir spá því að ferli Árna Matt. sé lokið, ekki síst eftir að hann valdi Þorstein Davíðsson í embætti dómara og fékk bágt fyrir. Það kæmi allavega fáum á óvart ef hann fengi að hvíla sig í forstjórastól Landsvirkjunar.

Hins vegar má alltaf bæta fyrir gamlar syndir og væri ekki úr vegi að minna háttvirta ráðherra ríkisstjórnarinnar á það að þeir eiga að starfa með hagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki flokkshagsmuni eða eiginhagsmuni. Vonandi sækja margir hæfir einstaklingar um stöðuna og væri vissulega mjög ánægjulegt ef kona yrði fyrir valinu. Konur virðast oft  hafa skynsamlegri afstöðu en karlar þegar nýting á náttúruauðlindium er til umræðu. 

Er það ekki annars iðnaðarráðherrann sem skipar nýjan forstjóra? Hann á allavega tvær umdeildar stöðuveitingar á samviskunni svo að nú þarf heldur betur að reka af sér slyðruorðið.


mbl.is Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband