Alfred E. Neuman

Alltaf dettur mér Alfred E. Neuman í hug þegar ég sé Björn.is. Skyldi það vera brosið, eða eyrun eða kannski bara óbreytanleikinn í áranna rás?

Forskoðunarmynd



 

 
Kannski er það bara það að hann hljómar eins og gömul grammófónsplata, föst í sama sporinu... 

mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn samur við sig...

Það þyrfti nú bara hreinlega að fá ljósmyndir og telja. Laugardalshöllin tekur 5000 manns. Það þýðir ekkert að segja mér að einungis 1000 hafi verið í göngunni og á Austurvelli. Ég held að fjöldinn hafi verið a.m.k. 2000. Svo var líka töluvert rennerí - fólk kom og fór.
 
"Hörður Torfason ávarpaði lýðinn..." Shocking
 
Það gleymdist víst að segja að haldnar voru þrumandi ræður og að fólk hafi tekið vel undir.

mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka af skarið

Það er einkennilegt fulltrúalýðræðið á Íslandi. Um 70% landsmanna eru fylgjandi því að aðildarviðræður hefjist um inngöngu í ESB. Enn fleiri hafa ekki trú á krónunni til framtíðar.

Ríkisstjórnin og 4 af 5 þingflokkum á Alþingi eru ekki með ESB aðild á stefnuskránni. Samt hafa fleiri og fleiri þingmenn snúist á þá sveif í afstöðu sinni.

Tíminn er dýrmætur og þjóðin hefur ekki efni á að bíða eftir að stjórnmálaflokkar geri upp hug sinn. Réttast væri að efna til kosninga sem fyrst.  Ef ekki neyðist Samfylkingin til að rjúfa stjórnarsamstarfið og reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar með fulltingi ESB sinna. Að öðrum kosti er hún að svíkja kjósendur sína og missa trúverðugleika.

 


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta endar með sprengingu...

...eða hvað? Ætla Íslendingar virkilega að kyngja því að flokksgæðingar og forréttindastéttin hlaupist undan ábyrgð? Dettur nokkrum manni í hug að sjálfsskoðun leiði eitthvað saknæmt í ljós?

Við höfum tapað eigum okkar og það sem verra er, æru okkar sömuleiðis. Umheimurinn hlær að því að sömu stjórnvöld og komu okkur í þessi vandræði séu að leita leiða út úr vandanum. Til að kóróna það rannsaka þeir svo sjálfan sig og segja að lokum að ýmislegt hafi betur mátt fara en að  utanaðkomandi aðstæðum sé um að kenna!

Ég hvet ykkur öll til að lesa þennan frábæra pistil Láru Hönnu.

Mætum öll á laugardaginn og mótmælum!!!

 


mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum ekki hross!

Auðvitað snýst þetta fyrst og síðast um völd. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjórn landsins í áratugi líkt og um einkahlutafélag sé að ræða. Fólki hefur verið talin trú um að þeir séu hinir einu sem er treystandi fyrir stjórn efnahagsmála. Stöðugleiki??? Var þetta bara misheppnaður brandari?
 
Innganga í EBS þýddi auðvitað að flokkurinn gæti ekki lengur farið með þjóðina eins og hvert annað hrossastóð!
 
Hið sorglega er að ef Ísland ætlar sér ekki að taka stefnuna inn í ESB mun rjóminn af Íslendingum gera það upp á eigin spýtur, þ.e. með því að flytjast úr landi. Vel menntað fólk sem talar mörg tungumál getur hæglega fundið sér hálaunuð framtíðarstörf í öðrum Evrópulöndum.
 
Eitt einasta sendibréf til ráðherraráðsins er allt sem til þarf. Eftir það gætu aðildarviðræður hafist.

 


mbl.is Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niður með ríkisstjórnina!

Allar forsendur í aðdraganda síðustu kosninga eru gjörbreyttar. Ísland mun augljóslega ekki byggja afkomu sína á fjármálafyrirtækjum í náinni framtíð, enda rúið trausti. Ríkisstjórnin svaf á verðinum og hunsaði algjörlega fjölmargar viðvaranir auk þess sem hún brást seint og illa við og allt fór á versta veg.

Kosningar núna munu snúast um aðild að ESB, hvort hér verði áfram áhersla á orkufreka stóriðju eða nýsköpun/sprotafyrirtæki. Hér þarf í raun að kjósa um það hvort að gömlu flokkarnir eigi nokkuð traust eftir meðal þjóðarinnar. Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að fólk muni aftur kjósa þessa flokkshollu stjórnmálamenn sem hafa komið þjóðinni á kaldan klaka.

Það sem fyrst þarf að gera er þetta:

  1. Mynda þjóðstjórn til bráðabirgða.
  2. Breyta stjórnarskrá svo að möguleiki sé á að ganga í ESB.
  3. Afnema sérstök lífeyrisréttindi stjórnmálamanna, dómara og forseta.
  4. Fella úr gildi 5% regluna sem sett var til að vernda gömlu flokkana og koma í veg fyrir ný stjórnmálaöfl.
  5. Efna til kosninga sem fyrst.
Niður með ríkisstjórnina!

mbl.is Safna undirskriftum vegna kröfu um kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk er þjóðargersemi

Það er sérlega ánægjulegt að Björk skuli leggja sitt af mörkum að skapa umræðu um skynsamlega stefnu til framtíðar. Því miður er borin von að núverandi stjórnvöld bjóði upp á metnaðarfullar og djarfar lausnir frekar en fleiri álver og virkjanir

Nú ríður á að mynda stjórnmálahreyfingu sem hefur það helst að markmiði að nýta orkuna sem býr í fólkinu (hugvit og þekkingu) fremur en orkuna sem býr í vatnsföllum og háhitasvæðum. Fara verður varlega í frekari virkjanaframkvæmdir og tryggja að orkan verði nýtt í þágu raunverulegra hátækni- og sprotafyrirtækja.

Núverandi ríkisstjórn og þingmenn eru rúnir trausti og hæpið er að þeir starfi í umboði fólksins, svo mikið hefur breyst síðan vorið 2007. Ég krefst þess að efnt verði til kosninga sem allra fyrst!


mbl.is Björk: Íslendingar eiga að styðja umhverfisvæn grasrótarfyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf til Evrópu

Jónas Haralz sagði í Fréttablaðinu í gær að Ísland hefði átt að ganga í EBS árið 1992. Þess í stað urðum við hluti af EES og tókum upp 75% af regluverkinu án þess að vera með í klúbbnum.  Stjórnmálamönnum þótti víst nauðsynlegt að einangra landið enn um sinn.

Nú, 16 árum síðar getum við nagað okkur í handarbökin fyrir að hafa ekki losað okkur við krónuna ásamt íslenska seðlabankanum og þeim sem þar hreykir sér hæst. Það er allavega deginum ljósara að töluvert önnur staða væri uppi hér á landi.

Það er varla hægt að álasa stjórnmálamönnum fyrir að hafa ekki árið 1992 séð fyrir hrun bankanna 2008. Hins vegar ættu þeir að finna sér annað starf nú þegar ef þeir ætla áfram að þrjóskast við og neita að hlusta á vilja fólksins sem þeir starfa í umboði fyrir.

Að sækja um aðild að ESB er afar einfalt mál. Einungis eitt bréf þarf að senda til ráðherraráðsins og óska eftir því að viðræður hefjist. 6-12 mánuðum síðar gætum við verið komin þar inn. En á meðan fulltrúar flestra íslenskra stjórnmálaflokka loka augum og eyrum er ekki við því að búast.


mbl.is Stuðningur við ESB-aðild og evru eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli sáttmáli

Ég held bara svei mér þá að Ísland væri best sett undir norska kónginum eins og framvindan hefur orðið. Hinir auðugu frændur vorir virðast ekki hafa snúið við okkur baki ólíkt sumum öðrum nágrannaþjóðum og Steingrími J. ætti líka að hugnast plottið. Spurning hvort að ekki þurfi að dusta rykið af Gamla sáttmála...
 
Stærsta eyja Noregs heitir Ísland - hvernig hljómar það?

mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráhyggja

Í ljósi hruns fjármálakerfisins og þess hvernig álverð hefur hríðfallið á mörkuðum finnst mér skrýtið að þessi plön skuli yfirleitt vera uppi á borðinu. Raforkuverð til álvera er afar lágt og enn lægra þegar álverð lækkar. Nær væri að hugsa vel hvernig hægt væri að fá hærra verð fyrir þá raforku sem nú þegar er fáanleg frekar en að fara út í rándýr langtímaverkefni við orkuöflun sem litlu skilar.

Það þarf að gera stórátak í að fá erlenda ferðamenn hingað til lands strax í vetur enda væri það ódýr og hraðvirk leið til að auka gjaldeyrisstreymi hingað. Fyrst að Finnum tókst að sannfæra 2 milljónir ferðamanna árlega að heimsækja Lappland í svartasta skammdeginu ættu Íslendingar að geta náð umtalsverðum árangri sömuleiðis.

Flestum er sem betur fer ljóst að álbræðslur og stórar verksmiðjur passa engan veginn inn í ímynd landsins sem hreint og fagurt land. Það er þráhyggja að sjá enga aðra möguleika til verðmætasköpunar hér. 

 


mbl.is 250-346 tonna álver í athugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband