Að taka af skarið

Það er einkennilegt fulltrúalýðræðið á Íslandi. Um 70% landsmanna eru fylgjandi því að aðildarviðræður hefjist um inngöngu í ESB. Enn fleiri hafa ekki trú á krónunni til framtíðar.

Ríkisstjórnin og 4 af 5 þingflokkum á Alþingi eru ekki með ESB aðild á stefnuskránni. Samt hafa fleiri og fleiri þingmenn snúist á þá sveif í afstöðu sinni.

Tíminn er dýrmætur og þjóðin hefur ekki efni á að bíða eftir að stjórnmálaflokkar geri upp hug sinn. Réttast væri að efna til kosninga sem fyrst.  Ef ekki neyðist Samfylkingin til að rjúfa stjórnarsamstarfið og reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar með fulltingi ESB sinna. Að öðrum kosti er hún að svíkja kjósendur sína og missa trúverðugleika.

 


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband