2.12.2009 | 20:52
Hver með sínu nefi

![]() |
Litlar breytingar á fylgi flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2009 | 23:31
Þröngsýn heimssýn
Það kemur líklega fáum á óvart að stjórn þessara rangnefndu samtaka skuli vilja láta draga ESB-umsókn Íslands til baka sem meirihluti Alþingis samþykkti með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum.
Hafandi verið virkur í náttúru- og umhverfisvernd í mörg ár og meðlimur í þess háttar fjárvana samtökum skil ég samt ekki alveg hvaðan þessir "sjálfstæðissinnar í Evrópumálum" fá fjármagn til að reka samtökin sín sem hika ekki við að senda 9 manna sendinefnd til fundar með systursamtökunum í Noregi, "NEI til EU".
Nú efast ég ekki um að einhverjir styðji við samtökin með frjálsum framlögum en það kostar skildinginn að reka skrifstofu, birta auglýsingar og senda fólk út um víðan völl. Væri ekki við hæfi að birta upplýsingar um það á heimasíðunni hvernig samtökin eru fjármögnuð? Gagnsæi og svoleiðis nokkuð sem amk. einum nýkjörnum stjórnarmanni samtakanna hefur orðið tíðrætt um.
![]() |
Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.11.2009 | 13:52
Sama sullið - sama bullið
Ég hef sagt þetta áður og ég segi það enn og aftur: Þingmenn vilja flestir hverjir ekki auka aðkomu almennings að ákvarðanatökum og standa vörð um flokksræðið hvað sem tautar og raular. Í orði kveðnu segja þau öll sem eitt að þau séu lýðræðissinnar í hjarta og vilji aukið gagnsæi í málum hins opinbera en þegar til kastanna kemur standa þau vörð um leyndarhjúpinn og þau völd sem fyrirrennarar þeirra og flokkarnir hafa markvisst tekið sér í áranna rás.
Þessir miklu "lýðræðissinnar" á Alþingi eru nú hver um annan þveran á móti því að samþykkja breytingar á kosningalögunum. Að eigin sögn er það vegna þess að frumvarpið:
- gangi of stutt í átt til persónukjörs (er þá skárra að breyta engu?)
- tryggi ekki jafnrétti kynjanna (fremur en núgildandi lög)
- sé of seint á ferðinni (ennþá 6 mánuðir til næstu kosninga)
- hafi ekki fengið nægilega umræðu (er nú lagt fram í þriðja sinn á árinu)
- sé ekki forgangsmál á tímum sem þessum (hvenær þá í ósköpunum?)
- innihaldi hugsanlega ekki með bestu aðferðina (engin aðferð er fullkomin)
Mér hefði ekki dottið í hug að ég ætti eftir að vitna mikið í Styrmi Gunnarsson, f.v. ritstjóra Moggans, en í gær sagði hann hluti um lýðræðið á Íslandi sem ég hefði varla getað orðað betur. Hann vill þróa fulltrúalýðræðið yfir í átt að beinu lýðræði þar sem almenningur fær raunverulega að taka afstöðu í stórum ákvarðanatökum. Hann sagði m.a.:
"Við erum komin í ógöngur með þetta samfélag vegna allra þessara tengsla og við þurfum að finna leiðir út úr því."
"Ég held að það sé eina leiðin til þess að komast út úr þeim ógöngum sem við erum komin í í sambandi við þetta hrun, þ.e. að fara leið lýðræðisins sem er í raun og veru það sem að fólkið á götunni var að kalla eftir hér í desember og janúar."
"Nú hljóta að hefjast átök í þessu landi um það hvort við eigum að brjótast út úr því þjóðfélagi sem við höfum búið í sem er haldið öllum þessum meinsemdum og þessum veikleikum - hvort við eigum að brjótast út úr því eða hvort við hverfum aftur inn í þetta gamla samfélag okkar sem að reynslan sýnir að gengur ekki lengur upp. Mér finnst þetta vera það sem hin pólitíska barátta næstu misserin og árin hlýtur að snúst um og ég efast ekki um það að ákveðnir hópar í öllum flokkum munu berjast gegn öllum svona breytingum."
Þetta er mergurinn málsins og nú bíð ég spenntur eftir því að standa við hlið Styrmis fyrir utan Alþingi með kröfuspjöld og steikarpönnur á lofti. Generalprufan sl. vetur tókst nokkuð vel en nú er farið að líða að sjálfum viðburðinum. Hinir "opnu gluggar út á Austurvöll" sem sumum alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um gera lítið gagn ef þau sem fyrir innan sitja vilja hvorki sjá, heyra né skilja kröfur fólksins.
![]() |
Er persónukjörið að falla á tíma í þinginu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2009 | 14:35
Talar tungum tveim
Það er auðvitað magnaður flokkur sem talar fyrir nýjum kosningareglum (sem gera prófkjör óþörf) inni á Alþingi en efnir á sama tíma til prófkjöra eins og ekkert sé eðlilegra. Þetta er gott dæmi um stjórnmálaflokk sem segir eitt en meinar annað; í orði segjast þau vilja vernda náttúru landsins en á borði vilja þau hrinda burt öllum hindrunum fyrir stjórnlausri stjóriðju.
Sjá pistil minn um kosningafrumvarpið frá því í morgun.
![]() |
Samfylking með prófkjör í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2009 | 13:17
Ertu með (gullfiskaminni)?
Það hefur borið töluvert á því að femínistar leggist gegn frumvarpi um breytt kosningalög, iðulega kennt við persónukjör (sem er ekki réttnefni því kosið verður fyrst og fremst á milli lista). Með því móti hljóta þær að leggja blessun sína yfir það að Framsóknarflokkurinn vilji setja karl í fyrsta sætið og konu í annað.
Annars finnst mér það með ólíkindum að lýðræðislega þenkjandi fólk skuli reyna að stoppa þetta frumvarp af því:
- það gangi of stutt í átt til persónukjörs
- það tryggi ekki jafnrétti kynja
- það sé of stutt til kosninga (ennþá 6 mánuðir en styttist auðvitað)
- það hafi ekki fengið nægilega umræðu (er nú lagt fram í þriðja sinn)
- það sé ekki forgangsmál á tímum sem þessum
- það bjóði ekki endilega upp á réttustu aðferðina
Stjórnmálamenn eru greinilega vanhæfir til að fjalla um réttindi almennings því að flestir þeirra reyna með öllum ráðum að standa vörð um völd stjórnmálaflokkanna framar öðru.
Þrátt fyrir að Einar hafi fengið afgerandi kosningu í þessu ótímabæra prófkjöri (hvað liggur þeim eiginlega á?) eru einungis 298 sem tryggja honum 1. sætið. Ef við gerumst bjartsýn fyrir hönd Framsóknarmanna og segjum að þeir fái 3000 atkvæði í Reykjavík, þá munu rétt innan við 10% þeirra (og sennilega mun færri því að í prófkjörum kjósa fjölskyldur og vinir úr öðrum flokkum) vera þess valdandi að Einar nái kosningu umfram aðra frambjóðendur flokksins.
Nú bíðum við bara spennt eftir að sjá hvað Framsóknarmenn ætla að kalla sig í þetta sinn - ertu með (gullfiskaminni)?
![]() |
Einar sigraði Óskar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2009 | 23:37
Prófsteinn á forsetaembættið
Hættum að tala um Icesave og förum að tala um nýja stjórnarskrá. Sú gamla sem við höfum notast við síðan 1944 skilgreinir hlutverk forseta lýðveldisins í 30 af 81 greinum, réttindi hans og skyldur svo ótrúlegt sem það nú hljómar. Þar stendur m.a. að óheimilt sé að lækka greiðslur til forsetans á kjörtímabili hans en ekki stafkrókur um að hann skuli hlusta á vilja þjóðarinnar eða yfirleitt að standa vörð um almannahag.
Með því að skrifa undir áskorun til forseta Íslands erum við bæði að krefjast þess að ekki sé brotið á okkur sem þjóð og í leiðinni að fá úr því skorið hvort forsetaembættið sé til nokkurs gagns.
Brown getur rukkað útrásarvíkingana sem flestir hafa sest að í London eða snúið sér til eigin skattaskjóla.
![]() |
Brown álítur Icesave bindandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2009 | 12:06
BH berst fyrir auknu íbúalýðræði
Ég held að borgarbúar og landsmenn yfirleitt ættu að velta því aðeins fyrir sér hvort að hagsmunamál íbúa og hagsmunamál stjórnmálaflokka fari yfirleitt saman. Í fréttum dagsins í dag er t.d. fjallað um nýja fyrirhugaða flugstöðvarbyggingu í Vatnsmýrinni.
Þarna mun samkvæmt þessu á einu besta og eftirsóknarverðasta svæði landsins vera samankomin gríðarstór spítali fyrir allt höfuðborgarsvæðið, tveir stórir háskólar, innanlandsflugvöllur og samgöngumiðstöð. Það munu fleiri tugir þúsunda þurfa að leggja leið sína á þetta svæði á degi hverjum, flestir á einkabílum. Þetta mun vafalaust enn auka við rykmengun, hávaðamengun og umferðartafir.
Hvers vegna ekki að endurtaka þessa kosningu í vor samhliða sveitastjórnarkosningum og gera úrslitin bindandi? Svar: Fjórflokkurinn vill ekki aukið íbúalýðræði því að það minnkar ítök sérhagsmunaafla.
![]() |
Borgarahreyfingin setur skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2009 | 21:35
Myndir sem segja meira en nokkur orð
19.11.2009 | 09:35
Nafnlaus áróður
Fyrirbærið atvinnuskopun.net á Suðurnesjum hefur sent frá sér pistil þar sem mótmælt er nokkrum fullyrðingum náttúruverndarsamtaka um fyrirhugað álver í Helguvík og orkuöflun fyrir það. Hjá fyrirbærinu kveður við kunnuglegan tón þar sem lítið er gert úr varnaðarorðum vísindamanna og talað niður til náttúruverndarfólks í niðrandi tón. Undir þennan pistil skrifar "Stjórn atvinnusköpunar.net" en við leit á heimasíðunni þeirra kemur ekkert fram um það hverjir standa á bak við fyrirbærið.
Það er ekki laust við að þetta rifji upp óskemmtilegar endurminningar í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar og álversins á Reyðarfirði. Þar var markvisst gert lítið úr öllum sem gagnrýndu framkvæmdirnar og jafnvel gert áhlaup á fundi náttúruverndarsamtaka til að hindra þau í að senda frá sér ályktanir.
![]() |
Segja yfirlýsingu náttúruverndarfólks furðulega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2009 | 13:02
Bjöllur hljóma

![]() |
Jóhanna ósammála Josefsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)