Ertu með (gullfiskaminni)?

Það hefur borið töluvert á því að femínistar leggist gegn frumvarpi um breytt kosningalög, iðulega kennt við persónukjör (sem er ekki réttnefni því kosið verður fyrst og fremst á milli lista). Með því móti hljóta þær að leggja blessun sína yfir það að Framsóknarflokkurinn vilji setja karl í fyrsta sætið og konu í annað.

Annars finnst mér það með ólíkindum að lýðræðislega þenkjandi fólk skuli reyna að stoppa þetta frumvarp af því:

  • það gangi of stutt í átt til persónukjörs
  • það tryggi ekki jafnrétti kynja
  • það sé of stutt til kosninga (ennþá 6 mánuðir en styttist auðvitað)
  • það hafi ekki fengið nægilega umræðu (er nú lagt fram í þriðja sinn)
  • það sé ekki forgangsmál á tímum sem þessum 
  • það bjóði ekki endilega upp á réttustu aðferðina

Úr síðustu kosningabaráttuStjórnmálamenn eru greinilega vanhæfir til að fjalla um réttindi almennings því að flestir þeirra reyna með öllum ráðum að standa vörð um völd stjórnmálaflokkanna framar öðru.

Þrátt fyrir að Einar hafi fengið afgerandi kosningu í þessu ótímabæra prófkjöri (hvað liggur þeim eiginlega á?) eru einungis 298 sem tryggja honum 1. sætið. Ef við gerumst bjartsýn fyrir hönd Framsóknarmanna og segjum að þeir fái 3000 atkvæði í Reykjavík, þá munu rétt innan við 10% þeirra (og sennilega mun færri því að í prófkjörum kjósa fjölskyldur og vinir úr öðrum flokkum) vera þess valdandi að Einar nái kosningu umfram aðra frambjóðendur flokksins.

Nú bíðum við bara spennt eftir að sjá hvað Framsóknarmenn ætla að kalla sig í þetta sinn - ertu með (gullfiskaminni)?


mbl.is Einar sigraði Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru allt blekkingar og stælar, kæri Sigurður. Við vitum það báðir. Hér skal ENGU breyta - hvað sem tautar og raular!

Skorrdal (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Satt segir þú Skorrdal. Þeir tala hver um annan þveran inni á Alþingi um að ALLIR séu að berjast fyrir bættu lýðræði á sama tíma og þeir sjá öll tormerki á að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Að hugsa sér, 27 nýir þingmenn tóku sæti í vor og flestir þeirra eru varðhundar flokkræðis.

Sigurður Hrellir, 28.11.2009 kl. 14:22

3 identicon

Ég hef sagt það áður - og segi það ENN; við þurfum enga "fulltrúa" til að stjórna okkar eigin lífi. Ég hef enga lausn, ég viðurkenni það - en hún hlýtur að vera til, sem er betri en sú sem við höfum haft hingað til. Það er ENGINN betri til að stjórna þínu lífi, en þú sjálfur!

Skorrdal (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband