10.6.2010 | 13:29
Villuráfandi styrkþegar
Almenningur hlýtur að furða sig á því hvaða skringilegu áhrif það hefur á fólk að taka sæti á Alþingi. Listinn yfir þau mál sem nauðsynlegt er að koma áleiðis er ógnarlangur en samt virðist mest af púðri þingsins fara í endalaust þref um styrkjamál og keisarans skegg.
10,5% þjóðarinnar treystir Alþingi og sú tala hlýtur að hafa fallið niður í eins stafa tölu síðan könnunin var gerð.
Styrkjakóngar flestra flokka flækjast nú fyrir enda eru hendurnar sem brauðfæddu þá orðnar kaldar og stirðar. Hlutverk þessara málaliða er því óljóst og nærvera þeirra til óþurftar.
Þjóðin þarf nýja stjórnarskrá, nýja trú á lýðræðið og trú á að framtíð lands og þjóðar sé björt.
![]() |
Enn rifist um styrkjamálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2010 | 21:47
Nýr samfélagssáttmáli
Ég er hjartanlega sammála því sem Þráinn segir um þetta mikilvæga mál. Okkur bráðvantar nýja stjórnarskrá en þar má alls ekki kasta til höndunum. Þjóðin sjálf er stjórnarskrárgjafinn og þess vegna verður þetta verk að vinnast í góðri sátt og samvinnu fólks úr öllum áttum. Þó það taki 2-3 ár að komast að niðurstöðu sem flestir landsmenn geta sætt sig við og þó að kostnaður hlaupi á hundruðum milljóna, þá er því fé og þeim tíma vel varið.
![]() |
Kostar okkur ekkert að doka við og hugsa" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 18:01
Forystumenn í afneitun
Þeir sem tala um Besta flokkinn sem grínframboð hafa einkennilegan húmor. Hinir sönnu grínistar eru forystumenn fjórflokkanna sem ýmist telja sinn flokk hafa unnið varnarsigur eða geta vel við unað.
Stóru fréttirnar í Reykjavík eru þær að einungis 37.234 íbúar af 85.808 á kjörskrá greiddu einhverjum hinna rótgrónu fjórflokka atkvæði sitt. Samtals eru þetta 43,4% kjósenda sem þýðir að 56,6% sáu ekki ástæðu til að afhenda þessum "reynsluboltum" atkvæði sín enn eina ferðina.
Þeir sem sjá ekki að þetta er bylting í stjórnmálum, þeim er örugglega ekki treystandi fyrir stjórn okkar mála.
![]() |
Sigur Besta flokksins vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2010 | 14:44
Ragnheiður Elín dælir út froðu
Vikulokin á Rás 1 í morgun um bankana:
Ragnheiður Elín Árnadóttir: "Ég er algjörlega ósammála Hallgrími Helgasyni hér við hliðina á mér um það að það sé alltaf best að ríkið eigi þessi fyrirtæki."
Hallgrímur Helgason: "En hvað kenndi hrunið okkur?"
REÁ: "Hrunið kenndi okkur að það var ekki endilega einkavæðing bankanna, vegna þess að það voru bankar sem voru ekki einkavæddir á sínum tíma sem hafa farið illa; bæði hér og annars staðar. Maður má ekki kenna því um."
HH: "Bankarnir fóru á hausinn. Þeir voru seldir eða gefnir óábyrgum mönnum, flokksgæðingum."
REÁ: "Við höfum sagt að varðandi einkavæðinguna að það eru ákveðin atriði þar sem fóru úrskeiðis við framkvæmdina. En einkavæðingin sem slík, ég er ekki tilbúin til að kenna henni um hrun bankanna, og skýrslan er ekki að gera það heldur."
HH: "Mér finnst við ekkert vera að læra af þessu."
og skömmu síðar um einkavæðingu orkuauðlindanna:
Skúli Helgason: "Er þetta ekki dæmigert mál sem ætti erindi inn í þjóðaratkvæðagreiðslu? Vill þjóðin að einkaaðilar...?"
Ragnheiður Elín Árnadóttir: "Svo framarlega meðan að umræðan væri opin og upplýst og ekki á þessum villigötum sem mér finnst umræðan oft verða, með alls konar fullyrðingum t.d. í sambandi við þetta Magma dæmi. Lilja Mósesdóttir kemur upp í ræðustól á þinginu og segir að þetta muni leiða til þess að rafmagnsverð á Suðurnesjum muni hækka. Það er bara akkúrat engin hætta á því og ef að það er, ef að þessi 15% af orkuverðinu sem að HS orka kemur með út í reikninginn (sic.), ef að það myndi hækka, þá get ég sem íbúi í Reykjanesbæ hringt í orkusöluna eða Orkuveitu Reykjavíkur eða einhvern annan."
Frábær hugmynd hjá Ragnheiði Elínu. Úr því sem komið er ættu íbúar Reykjanesbæjar alvarlega að hugsa sinn gang. Hitaveita Suðurnesja var byggð fyrir skattfé þeirra sjálfra. Síðar var hún seld völdum einkaaðilum, fyrst innlendum sem borguðu fleiri tugi milljóna til Sjálfstæðisflokksins og einstakra frambjóðena hans, og síðar erlendum sem við vitum minna um. Nú situr sveitarfélagið eftir með botnlausar skuldir og ekkert orkufyrirtæki. Ein aðaleign Reykjanesbæjar er skuldabréf upp á 5.000 milljónir sem hugsanlega fæst aldrei greitt og mun virka sem snara utan um háls ráðamanna á svæðinu og íbúanna allra.
![]() |
Vopnlausir stjórnmálaflokkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2010 | 12:23
Skilja ekki alvöru málsins
10,5% landsmanna treysta Alþingi samkvæmt síðustu könnun. Það þýðir væntanlega að 89,5% treysta Alþingi að takmörkuðu leyti eða alls ekki. Síðan þá hefur verið flett ofan af röngum og ónákvæmum ásökunum á hendur 9 Íslendingum sem kærðir voru með tilvísun til 100 gr. almennra hegningarlaga, en brot samkvæmt þeirri grein hafa afar hörð viðurlög í för með sér, lágmark 1 ár.
![]() |
Rúða brotin í Alþingishúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2010 | 21:32
Borgarahreyfingin berst gegn auðlindasölunni
Ég bendi á ályktun Borgarahreyfingarinnar um þetta mál sem flestir fjölmiðlar hafa ekki minnst einu orði á þrátt fyrir að þeim hafi verið á það bent.
Það er líka eins og að VG á Suðurnesjum viti hreinlega ekki af því að það er fulltrúi frá BH í þessari nefnd og hún hefur barist gegn því að Magma fengi leyfi til að kaupa upp íslenskar orkuauðlindir.
![]() |
Magma samningur fari fyrir dómstóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2010 | 23:55
Ekki háttur sannra víkinga
Að líkja þessum mönnum við víkinga var ágætlega til fundið. Þeir rændu og rupluðu hvar sem þeir komust með klærnar. Að vísu virðist nafni minn ekki vera mikil hetja þegar á reynir. Að hlaupa í felur var ekki háttur sannra víkinga.
Ég ætla rétt að vona að þessir svindlarar sem helstu fulltrúar þjóðarinnar upphófu í guða tölu verði ærulausir gerðir fyrir að fara svona með eigin þjóð. Forsetinn, ráðherrarnir, stjórnmálaflokkarnir og fjölmiðlarnir ættu skilyrðislaust að viðurkenna dómgreindarleysi sitt og skulda kjósendum afsökunarbeiðni á hnjánum. Stjórnarmenn lífeyrissjóðanna og Viðskiptaráð ættu skammast sín og taka pokann sinn. Illa fóru þau öll að ráði sínu. Almenningur verður svo líka að líta í eigin barm.
![]() |
Interpol lýsir eftir Sigurði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2010 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2010 | 20:47
BB og MM
BókhaldsBrellur og MarkaðsMisnotkun - það voru þeirra ær og kýr. Hann nafni minn flýr ekki réttvísina lengi, jafnvel þó svo að hann sé með Gesti.
Ég er brjálaður út í þessa menn og líka þá dómara sem skipaðir voru á annarlegum forsendum og lögmenn sem standa vörð um rotið kerfið.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2010 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2010 | 18:27
Að lifa hátt (á annarra kostnað)
Magnús og félagar hans lifðu hátt á kostnað annarra eins og komið hefur í ljós með átakanlegum hætti.
Hér er tilvitnun í tölvupóst um snekkjuna Maríu sem sýnir hversu dýr sumarfrí þessara "athafnamanna" voru:
"Það þarf að gera fleirra en það sem gott þykir, og nú er komið að því að skrifa smá um Mariu, að því að ég hef svo lítið að gera, þá virðist sem þetta hafi endað mínum herðum :-) dallurinn verður laus úr slipp um miðjan April, og getur farið hvert sem er í miðjarðarhafinu og Adriarhafinu. Grísku eyjarnar, austurströnd Italíu, vesturströnd Króatíu væru perfect á þessum tíma, Ég hef fengið fyrirspurnir útí dallinn frá Edminston, Armani og í gegnum Richard sem sér um hann. Ég hef ákveðið að leigja hann út (nema þið óskið eftir öðru) á eur 200.000 nettó til okkar á viku til aðila utan hópsins. Mín hugmynd er að leigja hann út í ca 6-8 vikur sem myndi hjálpa til með rekstrarkostnað sem er 2,7 milljónir. Ef þið viljið taka frá vikur í sumar þá þarf ég að blokkera það frá leigunni og við þurfum að ákveða hver kostnaðurinn eigi að vera við það, ég legg til 75 til 125k á viku, tvær vikur á mann og þá er hagnaður" af rekstrinum eftir fjarmagnskostnað. En við tökum allir á besta tíma þá fáum við væntanleg ekki góða leigu frá 3 aðila."
"... ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn. Eftir breytingar þá reiknast mér til að snekkjan standi í eur 25 m með fjármagnskostnaði frá því í sumar og stendur hún meira en vel undir því verði þar sem eftirspurn er enn mjög mikil."
Magnús hefur þó áhyggjur af umtali fólks.
"Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið [...]"
Snekkja þeirra Bakkabræðra og Kaupþingsforstjóra (sem þeir borguðu örugglega ekki fyrir úr eigin vasa) var samkvæmt þessu 25 milljón Evra virði. Það eru meira en 4.000 milljónir á núverandi gengi! Og vikuleigan 33 milljónir!
![]() |
Magnús leystur frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 22:37
Sólin svört
Það er mikið gleðiefni að Magnús þessi Guðmundsson skuli ekki fá að ganga laus mikið lengur. Sölvi Tryggvason skrifaði um Magnús hér og kallaði hann "Hrokagikk sem fékk milljón Evrur".
Það er auðvitað enn eitt rannsóknarefnið hvernig í ósköpunum stóð á því að Kaupthing í Luxembourg var selt í hendur þeirra sem settu hér allt á hausinn. Þar var miðja svikamyllunnar og þar voru öll leyndarmálin geymd. Magnús Guðmundsson var þar forstjóri fyrir Hrunið og Magnús Guðmunsson er þar enn forstjóri þrátt fyrir nýtt nafn og að "nýir eigendur" hafi tekið við! Vá!
Lesið endilega þessa frétt og svo þessa sem gefa fólki hugmynd um það hvernig rauveruleikinn er hjá Magnúsi og "vinum" hans. Bókhaldsbrellur voru þeirra ær og kýr og sólin svört.
![]() |
Skýrslutökum lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)