Hrunfólkið

Össur sagist vonast til þess að Ingibjörg verði áfram formaður Samfylkingarinnar og telur það best fyrir flokkinn. Eins og margir aðrir úr Þingvallastjórninni þekkir Össur ekki sinn vitjunartíma. Það gerði Ingibjörg ekki heldur þegar hún af hrokafullu yfirlæti hélt ríkisstjórninni á lífi, lengst af þvert á móti vilja kjósenda Samfylkingarinnar.

Á endanum fór það nú svo að ríkisstjórnin féll, stjórn og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hætti og nú síðast hinir þaulsetnu og firrtu bankastjórnar Seðlabankans sömuleiðis. Enginn fór þó beinlínis að eigin frumkvæði. En hvers vegna tók þetta lið ekki pokana sína strax í október þegar ljóst var hvernig rassinum hafði verið spilað úr buxunum? Það hefði sparað þjóðinni mikinn tíma, fyrirhöfn og fjármuni.

HrunfólkiðEinn af öðrum tilkynna fyrrverandi ráðherrar að þeir ætli ekki að gefa kost á sér aftur. Enginn mun sakna þeirra því að þau sváfu á verðinum og gerðu illt verra með því að neita að bera ábyrgð. Össur og Ingibjörg sjá þetta ef til vill ekki sjálf ennþá en flokksmenn munu gefa það ótvírætt í skyn að þeirra nærveru er ekki þörf. Sama gildir auðvitað um aðra ráðherra líka þó svo að hrokinn virðist ekki hafa leikið þau alveg eins grátt.

Nú verður að horfa á ástandið hér eins og það er. Það kom efnahagskreppa og gjaldmiðilskreppa og í kjölfarið hrundi bankakerfið. Afleiðing þess var stjórnmálakreppa og hrun á sjálfsmynd þjóðarinnar. Í títtnefndum "björgunarleiðangri" geystist siðferðiskreppan inn á leikvöllinn og krafan um að allt væri lagt á borðið og hreinsað úr öllum skúmaskotum. ALLT! Krafan um réttlæti er sanngjörn og knýjandi. Því lengur sem gamlir draugar eru á sveimi því lengri tíma mun það taka að ná þjóðinni upp úr keldunni.


mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram sama sagan

Ef einhver heldur að VG og Samfylkingin muni velja hæfasta fólkið hverju sinni til mikilvægra starfa fremur en flokkshesta, hlýtur sá hinn sami nú að hugsa sig vel um. Steingrímur J. velur sinn gamla formann úr Alþýðubandalaginu, vel marineraðan úr áralangri sendiherrastöðu til að semja fyrir hönd íslensku þjóðarinnar um þrælahald næstu kynslóða á vegum IceSlave.

  • Finnst í alvöru ennþá fólk sem treystir íslenskum stjórnmálaflokkum?
  • VG vildi flýta kosningum svo að engin ný framboð gætu náð að bjóða fram.
  • Steingrímur J. ákvað að staðfesta hvalveiðar án þess að hafa siðferðilegt umboð kjósenda sinna til þess.
  • Formaður flokks sem stærir sig af jafnréttishugsjónum velur 7 karla og 1 konu í samninganefndina sem hér um ræðir.

Viljum við halda áfram að búa við flokksræði eða kjósa fólk á þing??? 

 --------------------------------------------------------

Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00

Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytingum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða –bandalag grasrótarhópa boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.
Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Magnús  Björn Ólafsson - ritstjóri

Fulltrúar flokkanna hafa verið boðaðir  á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál. Þessir fulltrúar hafa boðað komu sína:

Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki

Guðjón A. Kristjánsson Frjálslynda flokknum

Helgi Hjörvar frá Samfylkingu

Steingrímur J. Sigfússon frá VG

Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum þjóðarinnar um persónukjör? Mikilvægt er að fólk fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.

Sýnum samstöðu og mætum öll


mbl.is Afdrifaríkasta nefnd ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOKSINS!

 Eru Mogginn og mbl.is ekki með neinar lágmarkskröfur á gæðum ljósmynda? Myndu þeir einhvern tímann birta svo lélegar myndir af einhverjum "hæstvirtum" alþingismönnum? Hér fyrir neðan er allavega mun skárri mynd sem þeir geta notað.


 

 

Annars, til hamingju með nýju hreyfinguna. Ef þjóðin kýs gamla flokksveldið áfram þá vorkenni ég henni ekki neitt. Herbert er allavega réttur maður á réttum stað.

 

Herbert Sveinbjörnsson

 


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er exbé?

Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fréttir berast af því hvernig stundum er farið með útlenda ríkisborgara hér frá löndum utan ESB og EES. Jonas má jafnvel eiga von á því að vera settur upp í næstu flugvél og sendur beinustu leið vestur um haf.

Ekkert stopp!Ef horft er til nýlegra fordæma hlýtur lausnin að liggja hjá Framsóknarflokknum. Ef Jonas hefði lagt lag sitt við son Jónínu Bjartmarz hefði hann ekki þurft að bíða nema í tæpt ár eftir að fá ríkisborgararétt í stað þess að þræla og borga skatta í 6 ár til íslenska ríkisins. En því miður lítur út fyrir að hann hafi veðjað á rangan hest. Ertu með?

Verst að Guðjón Ólafur Jónsson skuli ekki sitja lengur á þingi - það mætti ef til vill spyja formannsefni Sjálfstæðisflokksins í staðinn. Nei, ég er ekki að tala um Snorra Ásmundsson.


mbl.is Farðu heim, góði minn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er fremstur?

Fremstur???Það er nokkuð skondið að "FREMSTI FRÉTTASKÝRINGAVEFUR LANDSINS", hvorki meira né minna, skuli ekki minnast einu orði á þessa upphefð Þóru Kristínar. Einhverra hluta vegna virðist Óli Björn, ritstjóri AMX ekki sjá ástæðu til að minnast á það þegar kollegi hans fær viðurkenningu fyrir "vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún nálgaðist frumlega málefni líðandi stundar og netmiðillinn var nýttur með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun."
 
Í ljósi þess hve umræddur fréttaskýringavefur er afskaplega hliðhollur  Sjálfstæðisflokknum er nokkuð sérstakt að Óli Björn Kárason skuli hafa sagt þeim til syndanna skömmu fyrir bankahrunið. Sú gagnrýni er nú á bak og burt.
 
Til hamingju Þóra Kristín og haltu áfram á sömu braut.

mbl.is Þóra Kristín blaðamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja gamla Framsókn

Nýja gamla FramsóknSegir þetta ekki allt sem segja þarf um hinn "nýja" öldung í íslenskum stjórnmálum? Ungi formaðurinn reynist vera Framsóknarmaður í beinan karllegg með fúlgur fjár á milli handanna. Nefndi einhver grasrót í þessu samhengi? Svo situr siðlaus boðflenna úr sama hreiðri nú í stól forseta borgarstjórnar sem einungis var uppfyllingarefni á hinum óborganlega exBé-lista. Það er með öðrum orðum enn verið að borga fyrir framsóknarspillinguna, ertu með? Árangur áfram - ekkert stopp! 


mbl.is Segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimóttarkórinn

Ýmsum andstæðingum ESB aðildar er tíðrætt um þann mikla áróður sem þeir telja sig sjá fyrir aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið. Mér hefur reynst erfitt að koma auga á allan þann áróður.

SveitasælaÍ athugasemdadálki við þessa frétt taldi ég 13 svipaðar færslur frá þessum háværa einradda kór.

Fólk sem telur sig vita betur en aðrir og hafnar viðræðum, umræðum og þjóðaratkvæðagreiðslum á vissulega best skilið að búa á köldu skeri út í ballarhafi, einangrað frá helstu nágrannaþjóðum sínum. En ekki ætla ég að deila þeirri vist með þeim.


mbl.is Vill Ísland í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti eða flokksræði?

Nokkuð skrýtin þessi umræða að ná þurfi sátt meðal "gömlu" flokkanna um þetta sjálfsagða réttlætismál.

Þau grasrótarsamtök sem eru í framboðshugleiðingum hljóta að krefjast þess að leggja fram óraðaða lista fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar gætu eftir sem áður haldið sínu ólýðræðislega striki og verið með raðaða lista að eigin vild. Ef þessi breyting næði ekki fram að ganga yrði það að skoðast sem enn ein aðförin að lýðræðislegum leikreglum. Eftir sem áður væri 5% lágmarksreglan í gildi og grófleg mismunun hvað varðar opinberar fjárveitingar til kynningarmála og innra starfs. Þessu yrði varla þegjandi tekið.

 

lydveldisbyltingin-400x70.gif
mbl.is Persónukjör í kosningunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ærandi þögn!

Dýrasti bíll í heimiNýja Kaupþing er í eigu ríkisins. Bankastjórinn vildi ekki staðfesta neitt um söluna nema að um útsöluverð hafi verið að ræða. Ég vil fá að vita hvaða bílar þetta voru, hvar þeir voru auglýstir og hver keypti þá! Er verið að borga fólki 1.500 þúsund á mánuði fyrir að stunda vafasöm viðskipti?

mbl.is Seldu lúxusbíla Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætir þjóðin?

Borgarafundur XNú eru tæpar 10 vikur til kosninga. Kosninga um hvað? Sömu gömlu flokkana í sömu sparifötunum? Er þá baráttan til einskis? Hvers vegna verður ekki kosið til stjórnlagaþings? Af því að flokkunum liggur svo mikið á að fá "endurnýjað umboð"? Er verið að hafa þjóðina að fíflum enn eina ferðina? Þjóðin, skyldi hún láta sjá sig á fundinum í Háskólabíói í kvöld eða verður þar bara fullt af óverðugum almenningi?


 


mbl.is „Staðan - Stefnan - Framtíðin“ rædd á opnum borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband