Sumir eru jafnari en aðrir

Á Íslandi ganga ræningjar og landráðamenn lausir og reka tunguna framan í skattpínda og skuldum vafna landa sína. Klíka með tök innan gömlu bankanna sem sópaði að sér lygilegum fjármunum, tók "lán" í stórum stíl sem voru send til fjarlægra landa og afskrifuð samdægurs. Leiðtogi þessarar klíku segir nú kotroskur að hann muni höfða skaðabótamál gegn þeim sem reyna að endurheimta góssið. Svo maður vitni nú í mæðulegan forsætisráðherrann:

"Ég held að í þessu skelfilega hruni sem þjóðin varð fyrir þá sé aldrei hægt að tala um neinn jöfnuð eða réttlæti ég held bara að við stöndum frammi fyrir því." (*)

Er ef til vill kominn tími á að fólk taki sjálft lögin í eigin hendur?

 

(*) Úr viðtali í Síðdegisútvarpi Rásar 2, 3. desember, í umræðu um skuldavanda sumra heimila.

 


mbl.is Höfðar líklega skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur

Mikið væri nú gaman ef allir væru jafnir fyrir lögum. PayPal, Amazon, MasterCard og VISA ákváðu án útskýringa að loka á Wikileaks og stoppa frjáls framlög einstaklinga til félagsins. Ekkert hefur heyrst af aðgerðum lögreglu til að hindra fyrirtækin í að brjóta samninga og neyta aflsmunar, en litla tölvustráka elta "laganna" verðir uppi og rífa af þeim fartölvurnar.

Íslenskrir fjölmiðlar eru ekki skömminni skárri og gefur orðfæri þeirra og val á fyrirsögnum hugmynd um að stórfyrirtækin hljóti að hafa lögin sín megin:

mbl.is: MasterCard_lokar á Wikileaks
dv.is: PayPal lokar Wikileaks

en hins vegar:

visir.is: Tveir tölvuþrjótar handteknir vegna Wikileaks-árásanna

Skyldi þetta vera afleiðing langvarandi meðvirkni? Allt sem greiningardeildir bankanna sálugu sendu fjölmiðlum átti greiða leið til almennings og sjaldnast fóru fréttamenn að gagnrýna hina glæstu bankaspekinga. Skyldu fjölmiðlamenn eitthvað hafa lært?


mbl.is Tölvuhakkari laus úr haldi lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira gagnsæi=meira aðhald=betri ráðstöfun með almannafé

Hér er mjög athyglisvert sjónarhorn á Wikileaks, sérstaklega þar sem það kemur frá þingmanni Repúblikanaflokksins á fulltrúaþingi BNA:

 


mbl.is Skorar á Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsið er Spánverjum hugleikið

Líklega er tjáningarfrelsið Spánverjum hugleiknara en mörgum öðrum Evrópuþjóðum. Þess vegna eru þeir líka fljótari til að rísa upp til að verja það þegar að er sótt. 

Franco heilsar Hitler 1940Spánverjar þurfa ekki að fara langt aftur í sögunni til að minnast mannréttindabrota og takmörkunar á tjáningarfrelsi. Einræðisherrann Franco komst til valda eftir blóðuga borgarastyrjöld þar sem hálf milljón manna dó. Hann drottnaði með harðri hendi yfir Spáni í næstum 40 ár, frá 1936 til 1975. Á þeim tíma var vandlega fylgst með fólki og það tekið úr umferð ef það viðhafði gagnrýni eða fór ekki að ströngum fyrirmælum stjórnvalda. Flestir eldri Spánverjar kunna sögur að segja af ættingjum sínum eða vinum sem týndu lífi eða "gufuðu upp".

Við Íslendingar höfum að vísu ekki þurft að óttast svo alvarlegar afleiðingar þess að gagnrýna stjórnvöld en fólk hefur markvisst verið flokkað eftir því hvort það sé valdaklíkum þóknanlegt eða ekki. Þess vegna hafa margir verið mjög hikandi með að tjá sig opinberlega þar sem það gæti takmarkað möguleika og bitnað á þeim síðar meir.


mbl.is Krefjast þess að Assange verði sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2010 eða 1984?

Wiki-mótmæliMeðan Íslendingar voru uppteknir við að skera út laufabrauð og versla jólagjafir, fóru hópar fólks í mörgum löndum út á götur til að mótmæla handtöku Julians Assange og krefjast þess að tjáningarfrelsið verði ekki fótum troðið. Þessi Íslandsvinur hefur heldur betur stimplað nafn sitt á spjöld sögunnar síðan hann dvaldi hér fyrr á þessu ári og flestir fjölmiðlar heimsins undirlagðir af fréttum um hann og Wikileaks, uppljóstrunum og þýðingu þeirra. Hér er t.d. umfjöllun AlJazeera frá því í dag:

 



Hvað Obama sjálfan varðar held ég að hann ætti að spara sér stóru orðið um Wikileaks og einbeita sér frekar að því að skapa frið í heiminum. Var það ekki annars hugmyndin með friðarverðlaununum í fyrra?

mbl.is Obama gagnrýnir Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um tjáningarfrelsið

Það var vel til fundið að veita Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels því að kvalarar hans og ótal margra annarra baráttumanna fyrir mannréttindum þola ekki réttmæta gagnrýni. Þess í stað beita þeir valdi, kúgunum og áróðri til að viðhalda blekkingum svo að almenningur í löndum þeirra geri ekki uppreisn. Mikil er ábyrgð annarra þjóða og gleymum því ekki hvernig íslensk yfirvöld fóru með friðsamlega mótmælendur árið 2002 þegar forseti Kína heimsótti Ísland. Það er sama hvort öfgarnar eru til hægri eða vinstri, í austri eða vestri, fólk verður að standa upp og verja almenn mannréttindi.

Á síðustu dögum hefur hljómað einkennilega falskur kór frá Bandaríkjunum sem krefst handtöku og jafnvel aftöku Julians Assange fyrir það eitt að miðla upplýsingum. Sem betur fer eru ekki allir jafn blindir á að frelsi og lýðræði byggist á réttum upplýsingum, ekki upphrópunum og einsleitum áróðri. Hér fyrir neðan er eitt ánægjulegt dæmi til tilbreytingar, leitt að það sé ekki Obama sem tjái sig á þennan hátt. Ron Paul er repúblikani í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og sóttist eftir tilnefningu flokksins til forsetaframboðs árið 2008. En því miður virðast innistæðulausar öfgaraddir eiga frekar upp á pallborðið meðal bandarískra hægrimanna. Það segir sína sögu.

Ég vil hins vegar krefjast þess að íslensk stjórnvöld lýsi tafarlaust yfir stuðningi við Wikileaks til að vinna gegn því að tjáningarfrelsið sé fótum troðið hjá báðum stærstu heimsveldunum.

 



 
 
 

mbl.is „Það verður að láta hann lausan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokum sjálf á kortafyrirtækin

Gott hjá þingmönnum í allsherjarnefnd að láta þessa aftaníossa erlendra hagsmunaaðila heyra það. Nú ætti fólk að fylgja þessu eftir með því að segja upp greiðslukortum sínum hjá VISA og MasterCard.
 
Klippum á kortinEn nú skora ég á Alþingi að lýsa formlega yfir stuðningi við Wikileaks og tjáningarfrelsið, og í leiðinni að mótmæla harðlega framgöngu bandarískra ráðamanna sem hika ekki við að sniðganga lög og reglur í áróðurskenndum málflutningi sínum. Da Silva, forseti Brasilíu er búinn að brjóta ísinn og meira að setja Rússar hvetja til að Julian Assange fái friðarverðlaun Nóbels.

mbl.is „Gróf aðför að tjáningarfrelsinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er hægt að afskrifa ólögmætar kröfur?

Hér er fjölmiðill enn einu sinni að miðla tilkynningum frá fjármálafyrirtækjum athugasemdalaust. Hvernig er hægt að afskrifa kröfur sem eru byggðar á ólögmætri uppfærslu höfuðstóls? Það hljóta að vera svipaðar bókhaldskúnstir og það að færa viðskiptavild inn sem stóran hluta eigna til þess eins að geta afskrifað hana á síðari stigum eða sýna fram á hagnað sem enginn fótur er fyrir.

Gengistrygging lána er ólögmætHæstiréttur hefur úrskurðað um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga. Þar af leiðir að kröfuhöfum var óheimilt að uppreikna höfuðstól lánanna og innheimta afborganir á forsendum gengistryggingar. Höfuðstóll lánanna stóð því í stað eða lækkaði þegar greitt var af viðkomandi lánum. Hins vegar "gleymdi" rétturinn að beita þessa aðila viðurlögum samkvæmt 17. gr. umræddra laga þar sem segir að brot sem þessi varði sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Einnig hafa dómarar horft framhjá 18. grein laganna þar sem segir skýrt að kröfuhafa beri að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af honum haft.

Það er sífellt verið að afvegaleiða umræðuna með tali um að skuldir heimilanna lækki eða að eignaleigufyrirtæki afskrifi skuldir sem aldrei var fótur fyrir. 

VII. kafli. Viðurlög og málsmeðferð.
17. gr. Brot á VI. kafla laga þessara varða sektum nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum.
18. gr.
Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.


mbl.is 27 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í orði eða á borði

15. júlí sl. hafði þingflokksformaður VG ýmislegt um þetta tiltekna mál að segja, m.a. að rifta þyrfti samningnum við Magma Energy sama hvað það kostaði:

"Það er grundvallaratriði fyrir íslenskt samfélag að auðlindirnar okkar séu ekki settar í eigu einkaaðila. Þetta eru leifar af þessari hugmyndafræði, sem olli hruni á Íslandi. Þessi hugmyndafræði lifir alveg óskaplega sterku lífi í öllu okkar samfélagi. En þetta er algert grundvallarmál í okkar hreyfingu, að vinda ofan af þessari hugmyndafræði. Ég stóð í þeirri meiningu fyrir mörgum mánuðum síðan, við höfðum heit fyrir því, að þetta yrði stöðvað með einum eða öðrum hætti. Að ríkisstjórnin myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir þetta."

"Krafan er ennþá skýlaus: Það verður að leita allra leiða til þess að rifta þessum samningum. Þetta snýst um að orkuauðlindir okkar fari ekki í hendur alþjóðlegra samsteypa sem soga úr samfélögum."

"Hversu margir hræðilegir afleikir sem hafa verið leiknir, þá verður að vinna úr þeirri stöðu sem er uppá borðinu. Þá verður að skoðast hvernig er hægt að rifta þessum samningum. Jafnvel þó að það kosti okkur eitthvað núna, þá er það innlegg inn í framtíðina, fyrir börnin okkar og næstu kynslóðir. Þetta er eitt af því sem gerist þegar maður les sér til um svona kreppu. Einmitt þannig að alþjóðlegar samsteypur komi inn, nýti sér tækifærið og hirði auðlindir."

"Í mínum huga er þetta borðleggjandi, ekki spurning um að þetta er ólögmætt. Þetta er í raun kanadískt stórfyrirtæki, sem er að búa til falsaða mynd af sér í Svíþjóð, mynd sem er ekki til. Það verður að láta reyna á það og ganga í það strax að rifta þessum samningum."

Í kjölfarið var skipuð nefnd sem átti að gera mjög viðamikla úttekt á málinu, lögmæti þess og aðdraganda. Eitt af því fyrsta sem sem fréttist eftir skipun nefndarinnar var það að einum nefndarmanna, Sveini Margeirssyni, dr. í iðnaðarverkfræði, var vikið úr nefndinni, enda var hann líklegastur til að geta bent á flókin hagsmunatengsl á bak við einkavæðingu orkufyrirtækisins, hugsanlega með þræði beint inn í stjórnmálaflokka. Nefndi vann þó sína vinnu að mestu leyti og skilaði merkilegri skýrslu sem stungið hefur verið undir stól, bæði af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum.

Skyldi það ekki vera einsdæmi á Vesturlöndum að stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn sem sver sig við græn gildi láti eitthvað þessu líkt gerast á sinni vakt? En á meðan að Vinstrihreyfingin Grænt framboð er búin að missa sjónar af mörgum stefnumálum sínum og hugsar helst um það eitt að sitja áfram við  völd, renna auðlindir þjóðarinnar okkur úr greipum til óprúttinna fjármálaspekúlanta sem þola ekki réttmæta gagnrýni. Nú heyrist ekki einu sinni hljóð úr horni hjá þessum kjörnu fulltrúum 21,7% kjósenda á Alþingi.

Það eru hins vegar einstaklingar utan stjórnmálaflokka sem eiga mestan heiður skilinn í baráttunni gegn þessu dæmalausa framsali á auðlindum landsins. Við getum öll lagt þeirri baráttu lið með því að setja nöfn okkar undir áskorun á www.orkuaudlindir.is


mbl.is Magma lýkur kaupum á HS orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og svörum í sömu mynt

Klippum á MasterCard

mbl.is Mastercard lokar á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband