Tjáningarfrelsið er Spánverjum hugleikið

Líklega er tjáningarfrelsið Spánverjum hugleiknara en mörgum öðrum Evrópuþjóðum. Þess vegna eru þeir líka fljótari til að rísa upp til að verja það þegar að er sótt. 

Franco heilsar Hitler 1940Spánverjar þurfa ekki að fara langt aftur í sögunni til að minnast mannréttindabrota og takmörkunar á tjáningarfrelsi. Einræðisherrann Franco komst til valda eftir blóðuga borgarastyrjöld þar sem hálf milljón manna dó. Hann drottnaði með harðri hendi yfir Spáni í næstum 40 ár, frá 1936 til 1975. Á þeim tíma var vandlega fylgst með fólki og það tekið úr umferð ef það viðhafði gagnrýni eða fór ekki að ströngum fyrirmælum stjórnvalda. Flestir eldri Spánverjar kunna sögur að segja af ættingjum sínum eða vinum sem týndu lífi eða "gufuðu upp".

Við Íslendingar höfum að vísu ekki þurft að óttast svo alvarlegar afleiðingar þess að gagnrýna stjórnvöld en fólk hefur markvisst verið flokkað eftir því hvort það sé valdaklíkum þóknanlegt eða ekki. Þess vegna hafa margir verið mjög hikandi með að tjá sig opinberlega þar sem það gæti takmarkað möguleika og bitnað á þeim síðar meir.


mbl.is Krefjast þess að Assange verði sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband