Stöndum vörð um tjáningarfrelsið

Það var vel til fundið að veita Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels því að kvalarar hans og ótal margra annarra baráttumanna fyrir mannréttindum þola ekki réttmæta gagnrýni. Þess í stað beita þeir valdi, kúgunum og áróðri til að viðhalda blekkingum svo að almenningur í löndum þeirra geri ekki uppreisn. Mikil er ábyrgð annarra þjóða og gleymum því ekki hvernig íslensk yfirvöld fóru með friðsamlega mótmælendur árið 2002 þegar forseti Kína heimsótti Ísland. Það er sama hvort öfgarnar eru til hægri eða vinstri, í austri eða vestri, fólk verður að standa upp og verja almenn mannréttindi.

Á síðustu dögum hefur hljómað einkennilega falskur kór frá Bandaríkjunum sem krefst handtöku og jafnvel aftöku Julians Assange fyrir það eitt að miðla upplýsingum. Sem betur fer eru ekki allir jafn blindir á að frelsi og lýðræði byggist á réttum upplýsingum, ekki upphrópunum og einsleitum áróðri. Hér fyrir neðan er eitt ánægjulegt dæmi til tilbreytingar, leitt að það sé ekki Obama sem tjái sig á þennan hátt. Ron Paul er repúblikani í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og sóttist eftir tilnefningu flokksins til forsetaframboðs árið 2008. En því miður virðast innistæðulausar öfgaraddir eiga frekar upp á pallborðið meðal bandarískra hægrimanna. Það segir sína sögu.

Ég vil hins vegar krefjast þess að íslensk stjórnvöld lýsi tafarlaust yfir stuðningi við Wikileaks til að vinna gegn því að tjáningarfrelsið sé fótum troðið hjá báðum stærstu heimsveldunum.

 



 
 
 

mbl.is „Það verður að láta hann lausan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband