Þröngsýn heimssýn

Það kemur líklega fáum á óvart að stjórn þessara rangnefndu samtaka skuli vilja láta draga ESB-umsókn Íslands til baka sem meirihluti Alþingis samþykkti með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum.

Frá aðalfundi samtakanna 2009Hafandi verið virkur í náttúru- og umhverfisvernd í mörg ár og meðlimur í þess háttar fjárvana samtökum skil ég samt ekki alveg hvaðan þessir "sjálfstæðissinnar í Evrópumálum" fá fjármagn til að reka samtökin sín sem hika ekki við að senda 9 manna sendinefnd til fundar með systursamtökunum í Noregi, "NEI til EU".

Nú efast ég ekki um að einhverjir styðji við samtökin með frjálsum framlögum en það kostar skildinginn að reka skrifstofu, birta auglýsingar og senda fólk út um víðan völl. Væri ekki við hæfi að birta upplýsingar um það á heimasíðunni hvernig samtökin eru fjármögnuð? Gagnsæi og svoleiðis nokkuð sem amk. einum nýkjörnum stjórnarmanni samtakanna hefur orðið tíðrætt um.


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Sæll nafni. Það skiptir ekki máli hvað afstöðu við höfum til inngöngu í Evrópusambandið þá virðumst þó vera sammál um að starfshættir þessara samtaka sem nefna sig Heimssýn er orðin meira en lítið furðuleg ef ekki beinlínis lýðræðis fjandsamleg. Ekkert getur komið okkur nær því að vita um hvað málið snýst og aðildarviðræðurnar sem Alþingi samþykkti. Hvað sem kemur út úr því fer það fyrir dóm þjóðarinnar, þess vegna skil ég ekki hvernig Heimssýn dettur í hug að krefjast þess að stöðva aðildarviðræðurnar. Er það lýðræði þegar Alþingi hefur samþykkt að sækja um aðild?

Svo kemur málið í dóm þjóðarinnar. Ég hef verið meðmæltur inngöngu í Evrópusambandið en get engan vegin verið viss um að ég greiði atkvæði með inngöngu þegar þar að kemur. Það fer eftir því hvað kemur út úr aðildarviðræðum, ég lýsi engu yfir fyrirfram.

Og umfram allt; utanþingsstjórn er næstvitlausasta hugmyndin um stjórn landsins á eftir þjóðstjórn.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 1.12.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef það léttir eitthvað skap þitt hefur það verið upplýst að Noregsferðin var alfarið í boði Nei til EU.

Held að menn ættu að fara varlega í að segja "meirihluti Alþingis samþykkti" í ljósi þess að nokkrir þingmenn voru þvingaðir til að segja já undir hótunum um stjórnarslit, og þannig þvingaður fram naumur meirihluti. Slík framganga á lítið skylt við lýðræði.

Haraldur Hansson, 1.12.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvað er þetta Nei til Eu... hverjir fjármagna það og hvað kostar rekstur þessa fyrirbæris... hvaða hagsmunaaðilar eru að setja í þetta peninga og hversu mikla. Hvaða hagsmuni er verið að verja... þetta verðum við að vita í allri umræðunni um gegnsæi.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.12.2009 kl. 08:10

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Nei til EU eru samtök Norðmanna sem eru á móti aðild Noregs að ESB. Þau voru stofnuð vegna umsóknar Norðmanna á sínum tíma. Þau starfa enn, vitandi að mönnum gæti alltaf dottið í hug að byrja á þessu aftur.

Þetta eru fjölmenn samtök og héldu veglegan ársfund að þessu sinni vegna þess að 15 ár eru liðin frá því að Nei til EU hafði sigur í þjóðaratkvæði um aðildarumsókn Noregs síðast. Það var tilraun 2 til að koma Noregi inn í Evrópusambandið.

Haraldur Hansson, 1.12.2009 kl. 09:02

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll nafni, við erum oft á öndverðum meiði með skoðanir okkar en alltaf er ánægjulegt þegar einhver samhljómur ríkir. Ég reyni að virða skoðanir annarra svo lengi sem ég fæ að hafa mínar eigin í friði og leyfi því "sjálfstæðissinnum í Evrópumálum" eftir fremsta megni að fá frið fyrir mér. Hins vegar virða þeir greinilega ekki ákvörðun meirihluta Alþingis líkt og fram kemur í athugasemd Haraldar Hanssonar sem segir þingmenn hafa verið þvingaða til að segja "já".

Haraldur, það vill svo til að 3 þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem ég persónulega barðist fyrir að koma inn á þing gengu á bak orða sinna og kusu gegn aðildarviðræðum. Ég veit ekki til þess að neinn hafi þvingað þau til að segja "nei" enda tel ég víst að þau hafi látið sannfæringu sína ráða för þó svo að það hefði þær ömurlegu afleiðingar að eyðileggja trúverðugleika þeirra inni á Alþingi, kljúfa Borgarahreyfinguna og stórskaða trú almennings á ný stjórnmálaöfl.

Það er áhugavert að heyra að "NEI til EU" hafi greitt ferð sendinefndarinnar til Noregs. Það er auðvitað rausnarlegt hjá frændum vorum. Greiða þessi norsku systursamtök e.t.v. hluta af rekstrarkostnaði Heimssýnar?  Fyrst að stjórn Heimssýnar sér ekkert athugavert við að taka við stuðningi frá Noregi þá geri ég heldur ekki ráð fyrir að samtökin muni gagnrýna það ef Evrópusambandið styrkir einhverja aðila hér. 

Sigurður Hrellir, 1.12.2009 kl. 09:44

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurður, ef Evrópusambandið byði einhverjum t.d. frá Evrópusamtökunum á ráðstefnu í Brussel get ég ekki séð neitt að því. Ekki frekar en að Nei til EU hafi boðið einhverjum frá Heimssýn á landsfund sinn í Noregi.

Þess utan er nú spurning að setja að jöfnu frjáls félagsamtök í Noregi með takmörkuð fjárráð og Evrópusambandið eins og þú virðist vilja gera. En sambandið mun þess utan vafalítið ausa peningum í áróður hérlendis eins og það gerði t.a.m. á Írland.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.12.2009 kl. 16:46

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nei til EU munu annars vera fjármögnuð aðallega með styrk frá norska ríkinu (sem samtök norskra Evrópusambandssinna njóta líka) og síðan með frjálsum fjárframlögum frá sínum 30.000 meðlimum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.12.2009 kl. 16:56

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hjörtur, það er ágætt fyrir sinn hatt að heyra hvernig norsku systrasamtökin ykkar fjármagna sig en öllu fróðlegra væri að vita um fjármögnun ykkar sjálfra. Er það nokkuð leyndarmál?

Sigurður Hrellir, 1.12.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband