Mannréttindi

Áfram Lilja!Þetta er gott mál hjá Lilju og algjör mannréttindi að fólk sé ekki elt uppi út yfir gröf og dauða vegna stökkbreyttra lána. Engin venjuleg manneskja fékk lán án þess að traust veð lægi þar að baki, einungis sjálftökulið úr hópi stjórnmálamanna og vildarvina bankanna.

Í annarri frétt í dag má sjá að mannréttindi eru lítils metin á Íslandi og einkahlutafélög fá betri og skjótari úrlausn  en almenningur.

Nú kemur í ljós hvort að svokölluð vinstri stjórn stendur með Lilju Mósesdóttur og fólkinu í landinu eða hvort ríkisstjórnin ætlar enn að styrkja skjaldborgina sem hún hefur reist um fjármálafyrirtækin og fjármagnseigendur.

Tengill á fréttina er hér.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi "mannréttindi" eru nú ekki endilega einkenni velferðarríkja enda lánaviðskipti ekki partur af velferð. Auðvitað er það niðurlægjandi að vera eltur "út yfir gröf og dauða" vegna skulda en hræddur er ég um að lánveitendur eigi eftir að tryggja hag sinn eftir sem áður eins og með lægra lánshlutfalli og hærri vöxtum. Einnig er líklegt að kennitala manns sem skilað hefur lyklum verði rauðflögguð í reikningsskilaskrám. Það er jú enginn skyldugur til að taka lán og enginn skyldugur til að lána peninga.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 08:29

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Stefán. Það má vel vera að erfitt sé að fyrirbyggja e-s konar rauðflöggun eins og þú nefnir en er það ekki spurning um lög og reglur, sbr. neytendavernd?

Í annarri færslu tók ég dæmi um fjölskyldu sem átti 10 milljónir á banka og tók 20 milljón króna gengistryggt lán til 25 ára fyrir 2-3 árum síðan til kaupa á 30 milljón króna fasteign. Þrátt fyrir að hafa greitt reglulega af láninu er höfuðstóll þess kominn yfir 40 milljónir en verðmæti íbúðarinnar er líklega helmingurinn af því, rúmlega 20 milljónir. Mánaðalegar afborganir voru í upphafi um 110.000 en eru núna um 220.000. Það þarf mikinn greiðsluvilja til að borga afborganir af slíku láni ef fólk á annað borð hefur efni á því. Heldur þú ekki að sumir vildu heldur skila lyklinum og leigja íbúð fyrir mun lægri upphæð eða hreinlega flytja af landi brott?

Ef sama fjölskylda væri svo "heppin" að vera í viðskiptum hjá Íslandsbanka gæti hún sótt um höfuðstólslækkun (lækkun um 25% með breytingu yfir í óverðtryggt lán í íkr.). Aðrir bankar bjóða ekki slík úrræði enn sem komið er. En samkvæmt reiknivél á heimasíðu bankans yrði mánaðarleg greiðsla eftir breytingu á bilinu 220.000 til 255.000 (eftir því hvaða vaxtaleið yrði fyrir valinu) með lengingu um 2-3 ár. Og svo vill þessi ríkisstjórn gjarnan láta kalla sig "Norræna velferðarstjórn"!

Sigurður Hrellir, 12.11.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband