Finndu Finn

Mikið væri nú gaman að lesa svona góðar fréttir um lægra raforkuverð til almennings ef þær kæmu frá hlutlausum aðilum. Jóhannes Geir Sigurgeirsson er höfundur skýrslunnar en hann var um árabil stjórnarformaður Landsvirkjunar. Það embætti fékk hann eftir að hafa fallið af þingi þar sem hann sat fyrir Framsóknarflokkinn.

Síðasta púsliðÞað gefur augaleið að Samorka hafi pantað þessa skýrslu hjá Jóhannesi en Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja, t.d. Landsvirkjun, Landsnet, HS orka, OR, RARIK og margir fleiri. Athygli vekur að öll álfyrirtækin eru einnig "auaaðilar" (hvað sem það nú er), svo og GGE, Jarðboranir, Frumherji, Mannvit og fl. Framsóknarmennskan er allsráðandi en til gamans má nefna að Finnur Ingólfsson er aðaleigandi Frumherja (gegnum Spector ehf) og annar eingetinn framsóknarmaður, Eyjólfur Árni Rafnsson er forstjóri Mannvits (áður VGK-Hönnun) sem einnig á stóran hluta í GGE og Jarðborunum. Auk þess er Eyjólfur Árni stjórnarformaður Geysir Green Energy. Er ekki kominn tími til að rekja þræði Framsóknarflokksins um íslenskt viðskiptalíf? Það skyldi allavega engan undra hver stefna flokksins sé í virkjana- og auðlindamálum!

Hlutverk Samorku er sjálfsagt margþætt en hefur aðallega birst sem áróðursafl fyrir virkjunum og stóriðju (nema hvað). Þar starfa 5 karlkyns framkvæmdastjórar og 3 kvenkyns ritarar svo að segja má að hin "góðu gömlu gildi" séu í hávegum höfð. Lægst setti framkvæmdastjórinn hefur löngum tekið að sér að skrifa greinar í fjölmiðla þar sem hann oft og iðulega fer háðuglegum orðum um þá sem tala fyrir verndun náttúrunnar og afvegaleiða áhrifagjarna fjölmiðla sem birta greinar þeirra athugasemdalaust. Einnig hefur hann gert grín að íbúum Hveragerðis vegna þess að þeir óttast heilsufarsleg áhrif af brennisteinsvetni frá gufuaflsvirkunum á Hellisheiði.

Tveir góðir, ánægðir með dílinn

Ekki ætla ég að draga efni umræddrar skýrslu í efa enda hef ég betra við tímann að gera en að lesa 60 bls. um ágæti orkustefnunnar og það hve heppin við öll erum með Samorku og Framsóknarmenn í nútíð og fortíð.



mbl.is Samorka: Rafmagnsverð lækkar vegna stóriðjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband