Business as usual

Það þarf ekki að spóla marga mánuði til baka til að rifja upp háværar umræður um gagnsæi í stjórnsýslunni, faglegar ráðningar hjá hinu opinbera og lýðræði en ekkert kjaftæði. Elsti stjórnmálaflokkur landsins fór í naflaskoðun og birtist endurfæddur í holdgervi öldungs á fertugsaldri. Skipt var um formerki í ríkisstjórninni, vinstri í stað hægri, þó svo að sumar aðalpersónurnar fengju áfram að leika lausum hala. "Nýji" var skeytt framan við nöfn bankanna og dælan gangsett á ný. Allt hefur sinn vanagang - business as usual.


mbl.is Ríkisbankarnir þurfa ekki að auglýsa lausar stöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi ætlar Borgarahreyfingin að standa við það sem hún gaf sig út fyrir í kosningabaráttunni; að stunda heiðarlegar og gegnsæjar ráðningar á hæfasta fólkinu hverju sinni?

Rósa (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Allt við það sama

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband