Er RÚV illa við Borgarahreyfinguna?

Það væri of langt mál að rekja hér þá raunalegu sögu sem lýsir því hvernig dagskrárstjórar RÚV reyndu markvisst að fjalla lítið eða af ónákvæmni um Borgarahreyfinguna í aðdraganda kosninganna og ákváðu út frá mjög ólýðræðislegum forsendum að hafa af hreyfingunni einu ókeypis kynninguna sem til stóð að bjóða í Sjónvarpinu. Í einfeldni minni hélt ég að þetta stæði til bóta eftir að hreyfingunni tókst að brjóta hinn illræmda 5% múr og fá fjórar galvaskar manneskjur inn á þing.

NútímaljóðÍ fréttum kl. 18 var því slegið fram að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefði aukist úr 23,7% í 25,1% og að stuðningur við Samfylkinguna hefði að sama skapi minnkað úr 29,8% í 28,4%. Minna var hins vegar gert úr því að stuðningur við Borgarahreyfinguna hefði aukist úr 7,2% í 8,2%. Var það handvömm eða viljandi gert að horfa fram hjá því að fylgisaukning við Borgarahreyfinguna væri tæp 14% á meðan að fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins náði vart 6%? Fréttastjórar RÚV hafa greinilega ekki enn getað kyngt því að Borgarahreyfingin er farin að hafa raunveruleg áhrif og ógnar rótgrónu helmingaskiptakerfi fjórflokksins; kerfinu sem fæðir og klæðir hina íhaldssömu ríkisstofnun.

Í sama fréttatíma kom það skýrt fram að enginn alþingismaður hefði óskað eftir því að hitta Dalai Lama í heimsókn hans hingað til lands. Hins vegar var ekki minnst einu orði á það að Birgitta Jónsdóttir, þingkona Borgarahreyfingarinnar væri formaður félagsins "Vinir Tíbet" og hefði fordæmt kjarkleysi ráðamanna, ekki síst útrásarforsetans. Birgitta mun hitta trúarleiðtogann við tvö ólík tækifæri á morgun og geta félagar í Borgarahreyfingunni amk. borið höfuðið hátt ólíkt flestum öðrum.

Þvílík skömm sem ég hef á svokölluðum þjóðhöfðingja vorum.


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fréttamat fjölmiðlanna er stórskrítið.  Enda ganga fjölmiðlarnir erinda eigenda sinna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.6.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

RÚV virðist sífellt hallast á sveif með ráðandi öflum þvert á það sem það ætti að vera. Það er því hvorki hlutlaust né sú gagnrýnisrödd á stjórnvöld sem það þyrfti að vera.

Sigurður Hrellir, 2.6.2009 kl. 02:02

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gagnrýnin fréttamennska er ekki til á Íslandi í dag.  Eða frjáls fréttamennska, þetta er ógnvænleg þróun. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.6.2009 kl. 02:19

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég veit ekki betur, en Svandís Svavarsdóttir hafi átt orðaskipti við Dalai Lama á samkomunni í Hallgrímskirkju í gær. Árni Páll Árnason lét það hins vegar ógert og er minni maður fyrir að mínu mati. Fjórflokkurinn hefur stundum hagað sér undarlega. Mér finnst stjórnarandstaðan slöpp í þessu máli nema Borgarahreyfingin, sem bjargar í horn.

Kristján P. Gudmundsson, 2.6.2009 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband