Alfred E. Neuman

Alltaf dettur mér Alfred E. Neuman í hug þegar ég sé Björn.is. Skyldi það vera brosið, eða eyrun eða kannski bara óbreytanleikinn í áranna rás?

Forskoðunarmynd



 

 
Kannski er það bara það að hann hljómar eins og gömul grammófónsplata, föst í sama sporinu... 

mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður: það eru fá koment sem ég nenni að gera athuga semdir við, en lágkúran og smekkleysið í þinni gera það að verkum, að ég get ekki orða bundist, fáir stjórnmálamenn íslenskir koma jafn heiðarlega fram við kjósendur landsins og Björn Bjarnasson, sem birtir daglega skoðanir og hugrenningar sínar a veraldarvefnum, og veitir okkur þar með smá glugga inn í heim stjórnálana eins og þau eru á hverjum tíma, það ber að þakka ekki lasta, haf skömm fyrir þín skrif Sigurður. 

Magnús Jónsson, 1.11.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Magnús, ég þakka þér fyrir að nenna að gera athugasemd hjá mér. Vertu alltaf velkominn.

Við verðum víst seint sammála um BB en ég minni á að mjög mikill fjöldi kjósenda Sjálfstæðisflokksins strikaði nafn hans út í síðustu kosningum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann yrði dómsmálaráðherra. Væntanlega hefði flokkurinn átt að hlusta betur á skjólstæðinga sína. Nú er fylgið að hrynja af honum.

Sigurður Hrellir, 1.11.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður: menn eins og þú eru að ala á tortryggni og dylgjum um vanhæfni núverandi stjórnvalda, og segið allt fari leynt fyrir almenningi, samt sækið þið hvað fastast að þeim eina stjórnmálamanni sem veitir upplýsingar um hvað er að gerast innan stjórnarinnar, hvað veldur hentar það ekki rugludallapólitík samfylkingarinnar

Magnús Jónsson, 1.11.2008 kl. 23:43

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Magnús, í alvöru talað, þú getur ekki farið að setja mig í flokk með einhverjum ímynduðum óvinaher. Þú þekkir mig nákvæmlega ekki neitt, veist tæplega hvaða stjórnmálaskoðanir ég aðhyllist, o.s.frv.

Það sem hrjáir Björn.is og vini hans í ríkisstjórninni (Geir, Árna og mögulega Einar) er að þeir hafa enga tilburði til að hlusta eftir vilja fólksins í landinu. Þeim finnst það t.d. ekki koma sér við að 70% landsmanna vilji byrja aðildarviðræður við ESB. Þeir setja klárlega hagsmuni flokksins ofar hagsmunum kjósenda, nokkuð sem mun þó líklega valda klofningi hvort eð er.

Þú segir mig ala á tortryggni og dylgjum um vanhæfni stjórnvalda. Ég bendi hins vegar á að hver hendin er upp á móti annarri á þeim bæ. Meira að segja tala formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður í sitt hvora áttina þegar kemur að máli málanna núna. Hugsanlega er Björn að reyna að milda þennan ágreining með pistlaskrifum sínum en ég fæ ekki séð hvernig flokkurinn getur komist óskaddaður út úr þeim ógöngum sem þeir hafa komið sjálfum sér og allri þjóðinni í.

Sigurður Hrellir, 2.11.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband