Áhugavert viðtal

Mig langar að hvetja fólk til að horfa á 10 mínútna viðtal við José Luis Sampedro, 94 ára gamlan spænskan hagfræðing og rithöfund sem boðar miklar breytingar. Hér er ekki um neina heimsendaspá að ræða, og áhugavert fyrir okkur Íslendinga að spegla okkur í ástandinu á Spáni. Myndbandið er með enskum texta (velja CC).


mbl.is Sósíalistaflokkurinn beið afhroð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er góður frasi að kalla þetta social amnesia. Það er akkúrat það sem er á ferðinni hérna. Menntakerfi og fjölmiðlar sjá kerfisbundið fyrir því að mata einsleitri rétthugsun í lýðinn og fræðingar flokka sig sem ista í hinu og þessu eftir því hvaða kenningarfræði þeir fylgja af trúarbragðalegri sannfæringu. Menn í hagfræði t.d.  kenna sig við hinn og þennan mistækan kenningasmið og hvika hvergi af spori þót umhverfið og raunveruleikinn hrópi á annað. Menntakerfið miðar að skoðanaögun og útrýmingu gagnrýninnar hugsunnar.

Fjölmiðlar sía út neikvæðar hliðar viðtekinnar stefnu og er merkilegt til þess að hugsa að þeir styðja flestir við núverandi stjórnvöld og áróður þeirra, þrátt fyrir að vera stjórnað af hrunöflunum. Er það ekki stórmerkilegt. Steingrímur komst upp með það á stöð 2 í gær að segja það bull og kjaftæði að þau hafi breytt um stefnu og gefið bönkum skotleyfi á almenning og fyrirtæki 2009. Við það var látið sitja og hann þurfti ekki að rökstyða það meir.  Sama er uppi með RUV.

Hér er baráttan ekki bara bankar versus almenningur heldur fyrst og fremst stjórnmálastéttin versus almenningur. Það er enginn munur í grundvallaratriðum á framgöngu þessara flokka, einsleitnin er alger. Heilaþvotturinn snýst um perpetual hagvöxt, sem er ekki til. Hagvöxt til handa fáum útvöldum á kostnað fjöldans. Exelskjölin ráða en ekki þarfir almennings. Vöxturinn verður ekki tii fyrir framleiðni heldur arðrán. Bankamafían umbunar sjálfri sér ótæpilega á meðan svindlið stendur sem hæst og kemur auðnum undan, vitandi sjálf að ekkert er til sem heitir perpetual vöxtur. Svo þegar hrynur, veit enginn hvað varð af öllum þessum vexti og reikningur tjónsins er sendur inn um bréfalúgu almennings með fulltingi ríkisins. 

Stjórnmálaleg einsleitni er innbyggð í ESB. Þar liggur til grundvallar ákveðin stefna sem hyglir hagvexti peningaaflanna.  Konsingar skipta engu í raun og lýðræði er í skötulíki því fólk hefur kost á að kjósa um meira af því sama eða meira af því sama.  Það er vítahringur Spánverja, Portúgala, Grikkja og Íra m.a.  Ef þú kýst ekki rétt samkæmt línu kommissaranna íBrussel, þá færðu bara að kjósa aftur og aftur þar til ásættanlegri nniðurstöðu er náð fyrir þá. Þar er öllu afliog peningum hins pólitíska (ókjörna) aðals í Brussel beitt til þess að halda uppi hræðsluáróðri og þvingunum á meðan efasemdarraddirnar komast ekki að í fjölmiðlum.  Gott dæmi hér heima er Icesave.  Sama lið og hélt uppi hræðsluáróðrinum um það er er enn í hópi helstu álitsgjafa fjölmiðla. 

Miðlar Jóns Ásgeirs og Ríkisútvarpið tala sem einn fjölmiðill og enginn setur spurningamerki við það. Enginn hefur verið látið sæta ábyrgð, enginn dæmdur enn fyrir hróplega markaðsmisnotkun og glæpastarfsemi, sem þegar er skjalfest. Allt miðar að því að viðhalda gamla sukkinu og selja fjöreggið úr landi sem fyrst, svo við getum haldið áfram að látast vera rík um stund. 

Íslendingar eiga að vera löngu komnir niður á torg til að stöðva þetta. Byltingin er misheppnuð á meðan og kallaði bara verri hluti yfir okkur. Búsáhaldabyltingin var bara áfangasigur. Enn ræður öllu sá flokkur sem sat við völd er hrunið varð og hylmdi yfir slæmar blikur. Flokkur sem opinberlega var styrktur af og varði auðrónana með kjafti og klóm. Nú þurfum við að klára þetta áður en það er orðið of seint.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 07:29

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Mæltu manna heilastur, Jón. Ég hef skömm á þeim hluta Búsáhaldabyltingarinnar sem datt úr skaftinu þegar Þingvallastjórnin lagði árar í bát (aðallega stuðningsmenn VG). Umtalsverður hluti þess fólks sem stóð vaktina á Austurvelli hefur flúið land en ekki dettur mér í hug að álasa þeim fyrir það. Þess vegna sé ég hreinlega ekki hverjir ættu að klára byltinguna nema að hún gerist á öðrum grundvelli, t.d. með þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar tel ég ólíklegt að ný stjórnarskrá muni ná að hreinsa stjórnkerfið af öllum þeim mikla "spilliefnaúrgangi" sem hefur í áranna rás verið hellt þangað.

Sigurður Hrellir, 23.5.2011 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband